Færsluflokkur: Bloggar
21.5.2007 | 09:15
Afhroð og kerfisleysi
Hvernig er það með orðíð afhroð? Ætli það sé bundið við kosningar, eða ætli maður geti goldið afhroð á öðrum vetvangi. Nú er það þó þannig að ég hef aldrei heyrt eða séð þetta orð notað nokkurntíma nema í sambandi við kosningar. Það væri gaman að vita hvort maður getur notað orðið í sambandi við íþróttaúrslit. Þetta eða hitt liðið galt afhroð gegn hinu, 14-2. Eða: Ég spilaði póker í gær með strákunum og galt þvílíkt afhroð að ég þurfti að labba heim. Eða jafnvel: Mikið líturðu vel út, þú hefur greinilega goldið afhroð í baráttunni við aukakílóin...
-------
Annars er allt noikkuð gott að frétta, við erum smám saman að koma okkur fyrir í Mávahlíðinni, í gær voru bækur teknar upp úr kössum og settar upp í hillur. Við eigum þó eftir að raða þeim endanlega en ætlum að bíða með það þangað til við erum búin að ákveða hvaða kerfi á að vera á uppröðuninni, Á til dæmis að skipta á milli íslenskra oeg erlendra skáldasagna, eða á að flokka eftir innihaldi burt sé frá því hvers lenskar bækurnar eru. Á að skipta milli harðspjalda og kilja og á þá að hafa íslenskar kiljur sér og útlenskar sér. Eins og sjá má á þessum lestri er þetta talsvert snúið. Á ljósvallagötunni var það miklu einfaldara. Þar voru harðspjaldabækur í hillunni á ganginum og allar kiljur og skólatengdar bækur inni í litla herbergi. Hér verða allar bækur í sama herbergi þannig að það vantar kerfi.
-----
Og nú snjóar.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.5.2007 | 22:28
Kosningavaka
Eftir krókaleiðum rakst ég á eitt fyndnasta blogg sem ég hef lesið, Hér er slóðin. http://www.hi.is/~jja/ Annað, Hér er myndbrot fyrir alla þá sem halda að þeir hafi einhverntíma verið stressaðir. eftir að hafa horft á það vitið þið að þið hafið aldrei raunverulega verið stressuð. Og að lokum Myndband til að hjálpa fólki að gera upp hug sinn áður en það fer á kjörstað á Laugardag
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
6.5.2007 | 21:52
Jæja...
Uss hvað þetta er orðin leiðinleg bloggsíða! næstum aldrei nýjar færslur og þegar koma færslur keru þær ekkert skemmtiegar og hvað þá merkilegar. Það má því með sanni segja að það sé kominn tími á fréttapistil með fréttum af Ljósvellingum.
Kolbeinnn fyrst:
Nokkuð hress, notar hvert tækifæri sem gefst til þess að standa uppvið og ganga meðfram öllu sem hægt er að standa uppvið og ganga meðfram. Árangur er misgóður og þessvegna er hann alltaf með stóra kúlu og marbletti á enninu. Honum er meira að segja svo mikið í mun að standa og kanna heiminn að hann vill varla sofa lengur í vagninum sínum. Það eru komnar sex tennur, þrjár uppi og þrjár niðri og þær eru notaðar til þessa að bíta í allt og alla, naga kex og epli. Reyndar eru bitarnir sem hann nær sér í fullstórir fyrir hann til þess að díla við, en hann kann ráð við því. Hann bara spítir þeim á gólfið. Ekkert mál. Hann er búinn að fá pláss á leikskóla og á að byrja þar í ágúst. Leikskólinn heitir sólgarður og þar fer fram kennsla fyrir börn sem eru frá sex mánaða aldri að tveggja ára. Hann hlakkar mikið til að byrja en mamman er ekki alveg jafn full tilhlökkunar.
Mamman næst:
Hún er búin í fæðingarorlofi og á að vera farin að vinna. Búin að vera á námskeiðum alla síðustu viku þar sem hún er að rifja upp hvernig á að vera flugfreyja. Svo fer hún í eitt flug í næstu lviku og síðan ekkert fyrr en 16. mai. Þetta kallast full vinna hjá Icelandair. Þann 16. mai fer hún í Ameríkutúr og þá verðum við feðgar einir heima í næstumþví tvo daga.
Svo ég sjálfur,
ÉG er kominn í fæðingarorlof, að nafninu til a.m.k. Ég er reyndar ekki búinn að eyða miklum tíma með syninum í orlofinu því það er þarf að gera og græja margt í Mávahlíð. Ég er búinn að komast að því þíðustu vikur hvað öll árin í sveitinnni eru að borga sig. Það er greinilega ýmislegt sem lærðist þar, hitt og þetta handbragðið. Í þessari viku er ég búinn að leggja gólfteppi í fyrsta sinn, leggja parket í fyrsta sinn og hækka neðri part á eldhúsinnréttingu um 6,5 cm (tvær tommur og trekvart) í fyrsta sinnn og laga frárennsli úr elhúsvaski líka í fyrsta sinn. Fyrir nú utan alla málningarvinnuna sem þó var ekki verið að inna af hendi í fyrsta sinn.
Og svo húsið,
Vonandi tekst okkur að flytja í vikunni, það lítur reyndar allt út fyrir það. Stefnt er að því að ljóst og leynt að hafa kosningavöku í Mávahlíðinni á laugardaginnn.
Ég gæti haldið lengi áfram, en geri ráð fyrir því að það eru allir hættir að lesa fyrir löngu síðan o gþeir sem enn eru að lesa eiga eftir að gefast upp fljótlega þannig að núna hætti ég,
Lifið heil...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
30.4.2007 | 18:21
Ræræræ...
Ölvuðum brúðguma sagt að hypja sig; bróðir hans kvæntist í staðinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.4.2007 | 12:45
Hægar...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.4.2007 | 09:04
Nessí
Þessi síðasta vika er búin að vera stór hjá Ljósvellingum. Máliríið og allt föndrið í Mávahlíð er að vinda dáldið upp
á sig og verða aðeins smeira en í upphafi var búist við. Það þarf að skipta um sílíkon í flestum gluggum svo dæmi sé tekið og það seinkar dálítið framkmvæmdaáætlun. En það gerir litið til því ég er orðinn eins og Nadia, ég er orðinn svo flínkur með verkfærin mín. Mamman er búin að vera í svaka skólatörn. Skilaði Ritgerð á miðvikudag og tekur heimapróf í dag sem á að skila á morgun. og svo er Kolbeinn Skúli bínn að vera lasinn lika. Tengdaforeldrarnir eru búnir að vera ómetanlegir í að sjá um barnið meðan ég leik Nödiu og Mamman stúderar.
-------
Eionu sinni vann ég í húsinu sem brann. Það var löngu áður er það hét Pravda. Meira að segja líka löngu áður en það hét Astró. Það var á árunum ´89 til ´92 þegar var í húsinu ítalskur veitingastaður sem hét Pisa. Toppstaður sem var gríðarlega vinsæll með frábærum mat. Áður var til húsa þar veitingahúsið Sælkerin, sem var líka Ítalskur en ekki næstum eins góður, og þar áður var eðal hamborgarabúllan Nessí sem hét eftir Loch ness skrímslinu. Þannig að þegar Villi borgarstjóri segir að þarna hafi glatast mikil menningarsöguleg verðmæti hefur hann rétt fyrir sér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.4.2007 | 08:14
Málimálimáli
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.4.2007 | 21:48
Trésmiður óskast!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)