Færsluflokkur: Bloggar

Staðarsveit

Við skruppum vestur á snæfellsnes í senustu viku. Pétur kokkur bað mig um að koma að aðstoða sig í nokkra daga og fyrst við gátum fengið lánaðan lítinn bústað í Staðarsveit, gerðum við fjölskylduferð úr þessu. Ég var reyndar að vinna nánast allan tímann en þau hin höfðu það gott í frábæru veðri.

hér eru nokkrar myndir 

 

snæfellsnes 001

snæfellsnes 002

snæfellsnes 003

snæfellsnes 004


Af kolbeini unga og öðrum ungum

 

Við fórum í Fjölskydu- og húsdýragarðinn í dag að ósk Magnúsar Arnar Móðurbróður (Kolbeins). Þar sáum við allskonar unga: Selunga, Geitunga, Kindunga, svínunga, hestunga, hænunga og kýrunga. Mig grunar íka að við höfum komið auga á gárunga en ég er þó ekki viss. Hér eru nokkrar myndir...

 

Júní 084

Júní 085

Júní 083

Júní 086


Birilíbarelíbí...

Í dag barst inn um (alltof lágu) póstlúguna okkar eftirfarandi bréf stílað á okkur þrjú, mig Ingu og Kolbein Skúla:

TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ!
Nú átt þú bráðum afmæli og þessvegna langar okkur að gefa þér skemmtilegt afmælisveislusett sem þú getur notað í afmælinu þínu. Í settinu eru dúkur, glös, diskar, sevéttur, hattar og partíflauturmeð skemmtilegum myndum af Sprotunum. Líttu inn í næsta útibú Landsbankans með þennan miða og sæktu afmælisveislusetttið. Þú getur einnig kynnst okkur betur á sproti.is og prentað þar út boðskort í afmælið þitt.

Afmæliskveðja
Sproti og félagar

Sko, bréfið er auglauslega ekki til mín því mitt afmæli er nýbúið. Þetta er heldur örugglega ekki til Kolbeins því hann er rétt að verða eins árs og því ætti öllum, bankamönnum sem öðrum, að vera það ljóst að hann kann ekki að lesa. Sem hlýtur að þýða að þetta sé ætlað Ingu Möggu. Meikar svosem sens því hún á stórafmæli í þarnæstu viku, verður þrítug. Mér finnst þó dáldið skrítið hjá þeim í Landsbankanum að stíla bréfið til Ingu líka á okkur Kolbein og mér finnst næstum því meira skrítið að þeim skuli detta í hug að hún vilji hafa hatta og partíflautur með myndum af sprotunum í þrítugsafmælinu sínu.


Ferðalag

Í gær fórum við í Skorradal. Þar var lögð járnbraut útí vatnið, Bryggja byggð, lamb étið, vöfflur étnar, og báti siglt.

Nú erum við komin heim aftur.

Unglingurinn var einn heima í fyrsta sinn og þegar við komum til baka voru öll ljósin kveikt, mjólkin og skyrirð á borðinu og kveikt á útvarpinu.


Póstlúgur

istockphoto_264347_antique_mail_slot Í fréttum í gær var sagt frá konu sem býr einhversstaðr í grafarvoginum, sem fékk bréf frá Íslandspósti þess efnis að hún skyldi hækka póstlúguna á hurðini hjá sér um a.m.k. 30 cm ef hún vildi halda áfram að fá póst. Mér leist ekkert á þetta, sérstakega ef þeir hjá Íslandspósti ætluðu að fara að gera alvöru úr því að ganga á eftir þessuúm allan bæ. Hjá okkur er póstlúgan mjög neðarlega á hurðinn og ekkert nema gluggar þar fyrir ofan, þannig að til þess að flytja hana ypp þyrfti að skipta um hurð. Eftir llitla óformlega könnun í hverfinu virðist það sama vera uppi á teningnum víðast hvar hér í Hlíðunum og virðist því eins og Íslandspóstur eigi mikið verk fyrir höndum.

Hrossaflugur

hrossafluga_160302Það er ótrúlega mikið af hrossaflugum hjá okkur hér í Mávahlíðinni. Truflar mig svosem ekki mikið öðruvísi en að mér finnst heldur hvimleitt að tína upp líkin þegar þær hafa tínt lífinu. Það var meira að segja ein dauð í tannburstagasinu í gær.

Sama verður ekki sagt um viðhorf sambýliskonu minnar til þessara meinleysisgreyja. Það verður uppi fótur og fit á heimilinu þegar inn flögrar hrossafluga og mér skipað að koma henni fyrir kattarnef hið snarasta. Eftir að hafa haft nokkur vel valin orð um það hversu kjánalegt það sé að vera hræddur við hrossaflugur, að þær geri nú engum neitt, verð ég nú oftast við bóninni og vísa þeim á dyr, eða öllu heldur glugga svo þær geti lokið sínu stutta en meinlausa lífi úti í náttúrunni.

Kolbeinn er hins vegar hæstánægður með hrossaflugurnar. Skríkir þegar hann sér þær og reynir að taka þær. Hann grunar augljóslega ekki hversu mikil skaðræðisdýr þetta geta verið samkvæmt móður hans..

Langaði bara að deila þessu með ykkur...


Til Hamingju konur

Mig langar að óska öllum góðu konunum í lífi mínu til hamingju með daginn.

Sko!

Það er dáldið erfitt að skrifa nýja færslu þegar svona langt er liðið frá þeirri seinustu. Það verður einhvernvegin erfiðara að koma sér að því eftir því sem lengra líður frá. Ekki það að það sé eitthvað lítið að frétta úr Mávahlíðinni. eða lítið um að vera í lífi okkar. Þvert á móti fullt að gerast og allt í gangi. Til að venja fólk við og til að gleðja dygga lesendur hef ég sett inn nokkrar myndir í nýju albúmi sem heitir júní.

Nýjar myndir!

Við fórum í tíu mánaða skoðun í dag, allt eins og það átti að vera hjá okkar manni, nema að hann er með smá eyrnabólgu í hægra eyra. Enda er hann hálfslappur greyið, með smá hita og hor.

----

Það eru loksins komnar nýjar myndir og má skoða þær hér til hiðar í albúmi sem er merkt mai. 

 mai 020


Rabbabari

Í horninu á næsta garði er rabbabarabeð þar sem ég horfi á rabbararann vaxa og dafna út um sofugluggan. Þó virðist hins vegar enginn í næsta húsi hafa nokkurn áhuga á að nýta sér þennan ljómandi góða alíslenska ávöxt. Ég er að spá í að banka upp á og segjast vera sérstakur áhugamaður um rabbbara, hvort ég megi ekki fá mér fyrst engin sé að nota þetta. Þori því samt eiginlega ekki...

 

---

 

Kolbeinn er búinn að slíta L takkan af tölvunni minni....


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband