Kosningavaka

á laugardagsmorgun vakna ljósvellingar í Mávahlíð í fyrsta sinn. Loksins er komið að því að hægt verði að flytja. Stefnt er að því, bæði ljóst og leynt að hafa óflokksbundna kosningavöku þá um kvöldið. Það skal þó tekið fram að þetta verður ekki innflutningspartý heldur kosningavaka.

Eftir krókaleiðum rakst ég á eitt fyndnasta blogg sem ég hef lesið, Hér er slóðin. http://www.hi.is/~jja/ Annað, Hér er myndbrot fyrir alla þá sem halda að þeir hafi einhverntíma verið stressaðir. eftir að hafa horft á það vitið þið að þið hafið aldrei raunverulega verið stressuð. Og að lokum Myndband til að hjálpa fólki að gera upp hug sinn áður en það fer á kjörstað á Laugardag

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst hún ótrúlega dugleg að ná að klára veðurfréttirnar, ég hefði örugglega ælt eða látið líða yfir mig eða reynt að hverfa hreinlega. Annars minnir hún svolítið á mig í munnlegum prófum...

Annars vil ég biðjast afsökunar á að hafa ekki geta kommentað, ÞS er bara svo mikið í skólanum og hún er sú eina á heimilinu sem ræður við stærðfræðiþrautirnar !

Heiðrún (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 13:01

2 Smámynd: Eva Gunnarsdóttir

Góðan daginn á nýja heimilinu ykkar og innilega til hamingju :)

Skemmtið þið ykkur vel á kosningavökunni, hér verður líka kosningavaka með bændum og búaliði sem munu mæta eftir hentugleika vegna mjalta og sauðburðar ;)

Kem í bæinn um hvítasunnuhelgina.....

Eva

Eva Gunnarsdóttir, 12.5.2007 kl. 14:43

3 identicon

Hvar er myndbandið til að hjálpa fólki að gera upp hug sinn, ég finn það ekki í færslunni...

Evert (IP-tala skráð) 12.5.2007 kl. 18:35

4 identicon

jæja, maður ætti kannski að geta mætt í næstu kosningarvöku - eftir fjögur ár. Þá er drengurinn orðinn stærri og ungbarnavansveftan hefur rjátlast af manni ;o) kveðja frá frú sem sofnar stundum klukkan átta með syni sínum...

Rósa (IP-tala skráð) 13.5.2007 kl. 22:09

5 Smámynd: Baldvin Jónsson

Til hamingju með nýja heimilið   Hafið vonandi ekki skemmt mikið á kosningavökunni.

En Guð minn góður, aumingja stúlkan. Hún á svo erfitt með að anda að það er eins og hún sé langt komin í maraþoni.

Baldvin Jónsson, 14.5.2007 kl. 02:07

6 identicon

Innilega til hamingju með nýju íbúðina. Kem fljótlega að taka út herlegheitin og hvort þetta sé almennilega gert hjá Óla

Sigurveig frænka (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 12:36

7 Smámynd: Ólafur Örn Ólafsson

Takk fyrir góðar kveðjur, Kosningavakan var nú heldur léleg. þeir sem ætluðu að vera með okkur á henni sáu sér ekki fært að koma vegna þreytu, Inga fór að sofa um miðnætti þannig að ég var einn á vökunni til að verða tvö...

Ólafur Örn Ólafsson, 15.5.2007 kl. 18:24

8 identicon

Óli minn!

Þetta er stress aldarinnar. Blessuð stúlkan, það var alveg að líða yfir hana. Hefði viljað sjá bak við tjöldin er hún fór úr mynd. ENÍVEIS..Til hammmingju með nýja heimilið gott fólk.

Sigurjón Örn Ólason (IP-tala skráð) 20.5.2007 kl. 14:55

9 identicon

HEY!!!

Asskoti eru nöfnin okkar keimlík svona ofan í hvort öðru.

Sigurjón Örn Ólason (IP-tala skráð) 20.5.2007 kl. 14:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband