Færsluflokkur: Bloggar
9.4.2007 | 13:33
Málning og Maraþon
nú er mikið um að vera hjá Kolbeini Skúla. hann er rétt í þann mund að fara að skríða. hann er farinn að geta ferðast um á eigin verðleikum og er afar duglegur að koma sér á milli staða og sérstaklega góður í að ná taki á því sem hann má ekki ná taki á. það getur veri mjög sniðugt að fylgjast með kauða skríða um eins og selur og mjaka sér út í horn til að bíta í snúrur eða annað lauslegt. og það er ekki skrítið að hann bíti því það eru komnar þrjár nýjar tennur bara í seinustu viku. Tennurnar eru þar með orðnar fimm í allt. Fimm tennur hvorki meira né minna! Og þeger maður er með fimm tennur þarf að naga allt sem tönn á festir.
Það sló smá skugga á fagnaðarlætin með tennurnar að fá kvefpest og hita með því. minn maður var dáldið rauður í framan og þurfti að láta halda dáldið mikið á sér. Að öðru leiti virtist hann ekki taka mjög nærri sér veikindin, nema honum fannst dáldið erfitt að sofna á kvöldin.
Við erum annars nokkuð hress. Fáum afhenta Mávahlíðina næsta laugardag og hlökkum mikið til að komast þangað og skrapa og mála. Við erum búin að nota tímann vel og viða að okkur heimilistækjum á spottprís á útsölum, enda með eindæmum hagsýn fjölskylda. Allir sem vetlingum geta valdið eru velkomnir í Mávahlíð 44 til að hjálpa til við að mála. það verður boðið upp á léttar veitingar fyrir áhugasama og duglega málarameðhjálpara...
-------
Á föstudaginn langa fórum við í matarboð/partý í Hafnarfjörð þar sem saman var komið einvala lið skemmtikrafta. Þar var meðal annara fólk sem hefur reynslu af Maraþonhlaupum og það verður að viðurkennast að mér brá dálítið við lýsingarnar. Þau bentu mér á allskonar hluti varðandi Maraþonhlaup sem mér hefði aldrei dottið í hug, hvað þá haft áhyggjur af. Til dæmis hefði mér aldrei dottið í hug að manni yrði mál að pissa í miðju víðavangshlaupi og eftir því sem þau sögðu frá er það nokkuð algengt að Maraþonhlauparar pissi í stuttbuxurnar sínar í miðju hlaupi. Aldrei hefði mér heldur komið til hugar að líma plástur eða einhversskonar teip yfir geirvörturnar til að varna því að þær verði eitt flakadi sár. Það er víst nefnilega enn algengara að það blæði úr geirvörtum fólks í maraþoni heldur en að það pissi á sig.
Ég hélt að það yrði nógu erfitt að ná upp þoli til þess að hlaupa maraþon en grunaði aldrei að það þyrfti að huga að svona mörgu öðru. Hvað ef maður þarf að gera númer 2?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.4.2007 | 12:58
Atvinnuskapandi
Menn eru að halda því fram að án stóriðju yrði hér á landi gríðarlegt atvinnuleysi og öll þessi álver þurfi að byggja til þess að skapa ný störf.
Ég er með betri hugmynd. Ég legg til að þeir sem standi í viðskiptum verði skikkaðir til þess að nota reiðufé í öllum sínum viðskiptum. Hætta þessu millifærslurugli öllu saman. Þetta getur skapað fullt af fólki atvinnu. Í fyrsta lagi þarf að reisa stórar prentsmiðjur til að prenta alla þessa peninga. Prentsmiðjur eru mun hentugri stóriðja heldur en álver því það þarf ekki næstum því eins mikið rafmagn til að knýja þau og þeim fylgir ekki eins mikil mengun. svo akapast líka störf við að telja peningana þegar viðskipti eiga sér stað. Teljarar myndu fljótlega verða eftirsóttir og ég held að þeirra laun verði há. Svo vantar sendibílstjóra til þass að keyra á milli þessar háu fjárhæðir. Skemmur og geymslur fyrir bankana til þess að geyma góssið í og svona má lengi halda áfram. Hellingur af iðnaðarstörfum sem myndu skapast við þessa breytingu.
Kaupþing að kaupa í Glitni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.4.2007 | 11:32
Nakin pólitík
Mér finnst alltaf jafn skrítið þegar menn eru að ræða pólitík allsberir. Ég er nýbyrjaður í ræktinni aftur og stefni ótrauður á að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni í sumar og í sturtunni eru alltaf einhverjir menn að skeggræða landsins gagn og nauðsynjar á meðan þeir sápa á sér typpin. Ég veit það ekki, kannski er ég bara svona mikil tepra en mér finnst eitthvað pínu skrítið við þetta. Ég er ekki viss um að mér tækist að vera gáfulegur allsber og finnst því menn ekki vera neitt gáfulegir allsberir. Reyndar mætti vel halda því fram að þetta sé hin eina rétta leið til rökræðna. Svona kæmu allir jafnir að rökræðuborðinu, en samt finnst mér þetta eitthvað off...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
30.3.2007 | 09:09
Hafnfirðingar segið NEI!
Andstæðingum stækkunar álversins í Straumsvík barst óvæntur liðsauki í gær þegar Seðlabankastjóri gaf það út að ef af stækkun yrði og ef annað álver yrði byggt í Helguvík myndi seðlabankinn halda stýrirvöxtum jafnháum og jafnvel hækka þá. Sem myndi hafa þær afleiðingar að verðbólga héldist jafná og hún er í dag.
Það er því orðið ljóst að það er enginn sem hagnast á stækkun álversins nema alcoa og engin haldbær rök með stækkun. Helstu rök þeirra er að það skapis störf í Hafanarfirði, að tekjur hafnafjarðabæjar vegna álversins muni aukast mikið og að mengun verði minni en menn haldi.
Atvinnuástand í Hafnarfirði er prýðilegt. Ég veit ekki betur en stór hluti þess vinnuafls sem álverið hefur í dag sé aðflutt. Bæði erlendis frá og annars staðar af landinu. Og ef við tölum um atvinnusköpun álvera þá sá ég það í fréttum um daginn að ástandið á öldrunnar og hjúkrunnarheimilum á austurlandi sé þannig að það þurfi að loka þar heilu deildunum af því að það sé ekki til neitt fólk til þess að vinna þar. Fyrir hverja er þá verið að skapa atvinnu? væri ekki nær að í staðinn fyrir að byggja endalaust virkjanir fyrir almannafé til þess að gefa álverum væri almannafé kannski notað til þess að fá fólk í vinnu á téða spítala?
Að mengun verði óveruleg eru fáránleg rök til uppbyggingar ástæðulausrar stóriðju. Látum vera ef líf tugþústunda ylti á því hvort það væri byggt. Þá gætu þessi rök möguleg átt við. En nú er það bar aekki svoleiðis. það á enginn eftir að svelta þó ekki verði stækkað og þessvegna alger óþarfi að fórna náttúrunni.
Ég hver alla Hafnfirðinga sem ég þekki að mæta á kjörsta á morgun og bjarga náttúru landsins frá yfirgangi stórfyrirtækis. Kjósið NEI við stækkun álversins
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.3.2007 | 20:19
Komin "heim"
Þá erum við komin heim úr ferðalaginu. Fyrir þá sem ekki vissu þá skal það hér upplýst að við skruppum til kaupinhafnar og dvöldum þar í viku. Hér til hliðar er komið nýtt albúm sem heitir kaupmannahöfn. Þar má skoða myndir af herlegheitunum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
17.3.2007 | 17:28
Sko bara
Eftirfarandi er færsla tekin af bloggi dr. Gunna.
Þar sem við Lufsan sátum hnípin og átum California club á Grillhúsinu mátti sjá fína fólkið arka skælbrosandi inn í fínt samkvæmi í Listasafni Íslands. Búið var að kveikja á tveimur stærðar bálkestum og maður í smóking tók á móti gestum. Eini sem ég kannaðist við var Hreiðar Mar í KB, en þetta leit allt eins út og hann plús uppstrílað kvenfólk í galadressum. Sá ekki Elton en Bogomil var þarna. Kannski var verið að halda upp á að olíuforstjórarnir væru sloppnir? Það ku annars helvíti gott að troða upp á svona giggum. 10 mínútna grínatriði á 100.000 og veislustjórn örugglega á millu. Maður þarf einhvern veginn að komast inn í millaklíkuna. Byrja að hanga á Vox og svona sjá hvort það séu ekki lausar stöður í einhverju. Bara rugl að vera í daglaunavinnu við hliðina á þessu.
Áhugavert...!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.3.2007 | 13:00
dægurlaga þýðingar
Ég heyrði í útvarpinu áðan að spaðarnir hafi ætlað sér að gera íslenska þýðingu á "house of the rising sun" þeir þýddu titilinn á laginu og bjuggu til nýt lag. Lagið heitir...
..."Hjásof er æsing sönn"
Svona dásamleg þýðing hefur ekki heyrst síðan "þrjú tonn af sandi" var og hét
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.3.2007 | 10:03
Vorið er komið
Vegna nagandi samviskubits lét ég skipta um dekk á bílnum okkar í síðustu viku. Það fylgdu nagladekk með bílnum þegar við keyptum hann og þótt okkur hafi verið meinilla við að aka um á negldum dekkjum fannst okkur við ekki geta annað afþví að þau voru til. Núna upp á síðkastið er búin að vera mikil umfjöllun um sfifryk í borginni og ég mundi ekki til þess að það hefði fryst í meira en mánuð. Meira að segja einn daginn þegar ég var á leiðinni í vinnuna var 10 stiga hiti og sól og páskaliljur farnar að gægjast upp úr moldinni í Krosshömrum! Mér fannst því tilvalið seinasta föstudag að leggja nagladekkjunum, enda farið að vora. Ég var nokkuð viss um að ég væri í góðum málum. Friða samviskuna vegna svifryksmengunnar og leggja mitt af mörkum svo það gæti vorað.
Síðan ég setti sumardekkin undir er búið að snjóa alla dagana nema einn...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.3.2007 | 16:56
Vinnan göfgar manninn
í dag birtust dómar um VOX í Gestgjafanum. Við erum mjög ánægð með þá og hyggjumst skála í Kampavíni að því tilefni. Hvet alla sem geta nálgast gestgjafann að kynna sér málið og jafnvel fá sér líka kampavín ef þeir vilja....
Í hnotskurn er u dómar svona
Útlit 9 af 10
matur 9 af 10
þjónusta 8,5 af 10
Þetta er meðaltal þeirra einkunna sem dómararnir tveir gefa okkur. Annar þeirra dregur okkur niður um einn heilann í þjónustu fyrir það að honum fannst við gefa honum brauðið of seint, en það var það eina sem þeir í raun fundu að.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.3.2007 | 13:43
Bara að spá...
Nú hef ég bætt talsvert á mig upp á síðkastið, er líklega kominn 20 kíló yfir kjörþyngd. Ég átta mig á þessu og finnst ekkert að því að fólk ræði það við mig, sem kemur oft fyrir. Setnigar eins og: "helvíti ertu orðinn pattaralegur" eða: " Þarftu ekki að fara að gera eitthað í þessari bumbu" er nokkuð algent að heyra. Ég hef hins vegar aldrei heyrt nokkurn mann, né konu, segja neitt þessu líkt við konu sem hefur fitnað. Hverju ætli þetta sæti? Ætli sé gengið út frá því að konur séu viðkvæmari fyrir þessu? Eða ætli fólk haldi að konur séu það vitlausar að þær taki ekki eftir þvi að þær fitni?
Persónulega þá kann ég ekki við að segja neitt þessu líkt, hvorki við konur né karla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)