Æ hvað hann er nú duglegur...

Við Kolbeinn erum búnir að vera að vasast úti í allan dag í blíðunni. Fórum á hjólinu í bæínn, hjóluðum svo heim til að sækja vagninn svo Kolbeinn gæti lagt sig augnablik og síðan aftur í bæinn með vagninn.

Við erum búunir að vera að vasast dáldið saman upp á síðkastið, feðgar og ég hef tekið eftir því að við vekjum dálitla athygli í bænum, sérstaklega þegar við erum að versla eða tökum strætó eða erum að sinna öðrum hversdagslegum hlutum. Að ganga með vagninn um miðbæinn vekur hvað minnsta athygli en það er talsvert horft í áttina að okkur í Bónus. Ég hef svosem ekki mikið verið að spá í þessu en þegar ég tók strætó í dag, með vagninn og sá að fólk veitti okkur mun meiri athygli en ég hlýt þegar ég er einn á ferð fór ég að spá í hverju þetta sætti. Niðurstaðan sem ég komst að er sú að það vantar þetta mikið upp á að jafnrétti sé náð. Það myndi enginn veita því neina athygli að sjá móður með lítið barn að versla, eða sinna öðrum hversdagslegum hlutum, en þegar það er karlmaður sem er að vasast er eins og fólki almennt finnist það eitthvað óeðlilegt og hugsi með sér hvað hann sé nú duglegur að hjálpa til með börnin og innnkaupin. Er ekki kominn tími til þess að við lögum þetta? Bæði konur og karlar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hehe já heyrðu þetta er alveg satt hjá þér, ég hef líka heyrt föður tala um að hann komist ekki út því hann þurfi að passa !! Mér finnst það hálf fyndið enda tengi ég sögnina að passa við það að gæta annara manna barna..

Styð þig heilshugar í þessu.. 

Evert (IP-tala skráð) 27.6.2007 kl. 00:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband