Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Æ hvað hann er nú duglegur...

Við Kolbeinn erum búnir að vera að vasast úti í allan dag í blíðunni. Fórum á hjólinu í bæínn, hjóluðum svo heim til að sækja vagninn svo Kolbeinn gæti lagt sig augnablik og síðan aftur í bæinn með vagninn.

Við erum búunir að vera að vasast dáldið saman upp á síðkastið, feðgar og ég hef tekið eftir því að við vekjum dálitla athygli í bænum, sérstaklega þegar við erum að versla eða tökum strætó eða erum að sinna öðrum hversdagslegum hlutum. Að ganga með vagninn um miðbæinn vekur hvað minnsta athygli en það er talsvert horft í áttina að okkur í Bónus. Ég hef svosem ekki mikið verið að spá í þessu en þegar ég tók strætó í dag, með vagninn og sá að fólk veitti okkur mun meiri athygli en ég hlýt þegar ég er einn á ferð fór ég að spá í hverju þetta sætti. Niðurstaðan sem ég komst að er sú að það vantar þetta mikið upp á að jafnrétti sé náð. Það myndi enginn veita því neina athygli að sjá móður með lítið barn að versla, eða sinna öðrum hversdagslegum hlutum, en þegar það er karlmaður sem er að vasast er eins og fólki almennt finnist það eitthvað óeðlilegt og hugsi með sér hvað hann sé nú duglegur að hjálpa til með börnin og innnkaupin. Er ekki kominn tími til þess að við lögum þetta? Bæði konur og karlar.


50/50

Einhverjir sniðugir á Bifröst hafa útbúið próf sem gengur nú um á vefnum þar sem hægt er að reikna út hvað maður á að kjósa. Mínar niðurstöður eru eftirfarandi:

Stuðningur við Sjálfstæðisflokk: 6.25%
Stuðningur við Framsóknarflokk: 20%
Stuðningur við Samfylkinguna: 50%
Stuðningur við Vinstri-Græna: 50%
Stuðningur við Frjálslynda flokkinn: 19%
Stuðningur við Íslandshreyfinguna: 40%

Það sem kemur mér á óvart er þessar 20% taugar sem ég ber til framsóknarflokksins. Ég legg Framsókn í einellti við hvert tækifæri sem býðst. Þeir sem hafa á.hug á að taka prófið geta nálgast það hér

http://xhvad.bifrost.is/


svik og prettir

Merkilegt hvernig sumir stjórnmálaflokkar komast alltaf upp með að taka annarra flokka kappsmál og gera þau að sínum og vinna þannig til sín fylgi. Síðan ná þessir sömu flokkar völdum vegna þess að fólk heldur að þeir séu líka með þessi kappsmál annarra flokka á sinni stefnuskrá. Síðan svíkja sumir flokkar öll þau loforð sem þeir tóku upp á sína arma frá öðrum flokkum. Efna síðan þau loforð sem aðrir flokkar standa gegn og kemur fólki illa. Þetta er í raun dáldið lymskulega gert og kannski ekki skrítið að kjósendur sjái ekki í gegnum þetta í fyrsta sinn sem, þetta er gert. En nú eru sumir flokkar búnir að gera þetta nokkrum sinnum og alltaf komast þeir upp með það.

Ég er búinn að sjá í gegnum þetta...


Góð hugmynd!

Í kjölfar þess að herinn fór frá keflavík stakk ég upp á nokkrum hugmyndum um nýtingu svæðisins sem hann var á. Engin þeirra hefu enn náð brautargengi og enn er verið að vandræðast með þetta þorp. Í ljósi þess að ríkið er að punga út 30-40 milljónum í hverjum mánuði til þess að viðhalda svæðinu finnst mér brýnt að finna einhver not fyrir það. Eins og fram hefur komið er þarna allt til alls. Barir, verslanir íbúðahúsnæði og meira að segja kirkja. Eitt stykki bær tilbúinn til innflutnings. Þarf kannski að mála en það er líklega allt og sumt.  

 En svo ég komi mér að lausn málsins þá er verið að stinga upp á því að gerð séu göng milli lands og Vestmannaneyja sem kosta fullt af peningum, einhverja tugi milljarða! Ég held að það væri mun farsælla, svo ég tali nú ekki um ódýrara að flytja vestmannaeyjabæ í heild sini á Keflavíkurflugvöll. Miklu mina mál. Það þyrfti hugsanlega að stækka höfnina í Keflavík aðeins til þess að geta tekið á móti flotanum frá eyjum en það er samt miklu hagkvæmara en að halda úti Vestmannaeyjum. Þar mætti svo útbúa partíeyju, svona eins og Ibiza, og hafa stöðuga þjóðhátíðarstemningu allt sumarið og svo lokað á veturna.

 

Ég sé ekki hvernig þetta getur klikkað. 


mbl.is Vel útbúinn draugabær til sölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband