50/50

Einhverjir sniðugir á Bifröst hafa útbúið próf sem gengur nú um á vefnum þar sem hægt er að reikna út hvað maður á að kjósa. Mínar niðurstöður eru eftirfarandi:

Stuðningur við Sjálfstæðisflokk: 6.25%
Stuðningur við Framsóknarflokk: 20%
Stuðningur við Samfylkinguna: 50%
Stuðningur við Vinstri-Græna: 50%
Stuðningur við Frjálslynda flokkinn: 19%
Stuðningur við Íslandshreyfinguna: 40%

Það sem kemur mér á óvart er þessar 20% taugar sem ég ber til framsóknarflokksins. Ég legg Framsókn í einellti við hvert tækifæri sem býðst. Þeir sem hafa á.hug á að taka prófið geta nálgast það hér

http://xhvad.bifrost.is/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst líka pínu athyglisvert að ef sett er "Mjög ósammála" í alla liði kemur þú út sem Vinstri Grænn !! hehe

Nú ef svo sett er "Mjög sammála" í alla liði kemur þú út sem 100% Samfylking !!
Lesi nú fólk í þetta það sem það vill.

PS: Skemmtileg þessi "Stærðfræðiþraut" sem nú er komin og þarf að leysast áður en athugasemdin kemst á leiðarenda hér á blogginu. Eins gott að vera nú með stúdentinn í stærðfræði.... 

Evert (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 13:02

2 Smámynd: Baldvin Jónsson

Ætli þetta sé ekki gert af Eiríki Bergmann á Bifröst sem er að sjálfsögðu mikill Samfó maður.

En hafðu ekki áhyggjur af þessum 20% til "áfram spilling - ekkert stopp". Þar telja bara málin þar sem þeir eru skyndilega farnir að þykjast vera grænir, en það trúir því að sjálfsögðu engin með hálfa hugsun.

Baldvin Jónsson, 8.5.2007 kl. 20:28

3 Smámynd: Ólafur Örn Ólafsson

Bara þér Evert hefði dottið í ihug að gera e-r svona tilraunir.

Jú Baddi það er líklega rétt hjá þér að það er reiknað með því að Frammararnir segist að einhverju leiti vera umhverfisverndar og þess vegna fá þeir 20%. Hafðu ekki áhyggjur, ég læt ekki blekkjast og vík méri fimlega framhjá B á kjörseðlinum

Ólafur Örn Ólafsson, 8.5.2007 kl. 23:39

4 identicon

Hehe, ætli það sé ekki rétt hjá þér Óli.. ég verð alltaf að prófa, skoða og fikta í öllum hliðum á svona "forritum". Það kemur manni líka oft til góða, s.br. Noridca !!
Hmm hvað er summan af fjórum og átta, mar er farinn að hafa vasareikni tilbúinn í þessar þrautir þínar... :p

Evert (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 16:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband