Þetta er allt að koma

Flutningar 001svona er nú umhorfs á okkar annars snyrtilega heimili. Þessa kassa alla, og meira til, ætlum við að bera niður stigana og út í sendibíl sem við legjum. Ég fæ sem sagt að keyra sendibíl! Það ætlar her fólks að koma að hjálpa okkur og fyrirfram vil ég þakka þessu harðduglega fólki fyrir hjálpina (vonandi komið þið  samt þó það sé búið að þakka ykkur fyrir).

 

Við vorum svo lánsöm að okkur var boðið í mat hjá pabba í kvöld, eins gott kannski því það er búið að pakka öllu eldhúsdóti. Við eigum reyndar nokkra pappadiska og plasthnífapör, en það er líklega ekki nóg. Við fengum Lambalæri með bernais sósu sem er akkúrat það sem maður þarf þegar maður þarf þegar staðið er í flutningum. Takk fyrir það.

 

Elísabet kom sá og sigraði okkur í dugnaði ( þó ekki sjáist nú mikill dugnaður ef bloggið hennar er skoðað). ástarþakkir kæra Beta.

Núna förum við að sofa í síðasta skipti á Ljósvallagötu 30 það er dáldið skrítin tilhugsun svona er þetta nú bara...

 

Góðar stundir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

mín var ánægjan kæru hjú. en ég er orðin global beibí og komin með international blogg. finnstykkur það ekki töff?

beta (IP-tala skráð) 29.1.2007 kl. 15:25

2 identicon

óli s

ekki gleyma desertinum!

ólis (IP-tala skráð) 29.1.2007 kl. 16:25

3 Smámynd: Ólafur Örn Ólafsson

Glóbal er svosem fínt, en maður þarf sjálfur að vera fokking glóbal til þess að geta tekið þátt í umræðum á á þínum glóbal vef. Tom Cruise hvað það er pirrandi.

Já, desertinn...

 Bökuð ber og súkkulaði borið fram með vanilluís... MMMMMMM

Takk fyrir okkur

Ólafur Örn Ólafsson, 30.1.2007 kl. 10:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband