Tom minn!

Mér líst vel á þetta, Tom Cruise er örugglega fínn messías, en ætli þeim hjá vísindakirkjunni finnist ekkert atriði að messías sé vísindamaður? Mér hefði þótt eðlilegra að finna einhvern eðlisfræðing og láta hann breiða út fagnaðarerindið á vísindalegan hátt. 

Maður verður  samt örugglega enga stund að venja sig af því að segja Jesús minn þegar maður verður hissa og segja Tom minn í staðinn.   


mbl.is Tom Cruise er „Kristur“ Vísindakirkjunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

vaaaá. tom cruise hvað þetta er töfff!! (júbb, virkar)

bets

Beta (IP-tala skráð) 28.1.2007 kl. 11:38

2 Smámynd: halkatla

scientology söfnuðurinn byggir nú ekkert á vísindum, þannig að það er ábyggilega ekki til einn einasti eðlisfræðingur sem getur tekið þátt í boðskap þeirra. Þetta er bara geimverurugl og hindurvitni. Ég þoli ekki að sjá orðið vísindakirkja notað um þetta költ í fjölmiðlum, það á að þýða þetta vísindaspekikirkja, því orðið scientology þýðir ekki vísindi... Vonandi verða engir íslendingar það vitlausir að þeir falli fyrir þessu, úff.

halkatla, 31.1.2007 kl. 16:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband