Færsluflokkur: Bloggar

Ekki eins góður dagur og í gær

Í gær fórum við í mat til Þórunnar og Þorvaldar. Mjög gaman, góður matur en í dag erum við að borga fyrir það dýru verði með timburfóki

Þetta og hitt

Það er nú meira hvað þetta gengur illa hjá mér þetta blogg. Það er samt allskonar í gangi sem ég gæti vel haft skoðun á. Ég hef alveg talsverða skoðun á Ríkistjórnardramanu og gæti vel skrifað um það langa pistla eins og margir hafa  nú þegar gert á þessum og hinum bloggum. En ég kýs að sleppa þvi að tjá mig neitt frekar um það öðruvísi en að segja: Stormur í vatnsglasi.

 Ég gæti líka sagt frá því hér hvernig var á Food&Fun hjá mér í vinnunni en aftur kýs ég að hnoða því saman í eina viðeigandi setningu, orð meira að segja: Búið!

Nenni heldur ekki að tjá mig mikið um Kaupmannahafnarfeðina sem ég fór í daginn eftir að Food&Fun lauk að öðru leiti en því að: Heiðrún þú ert frábær!

Það er undarlegt, dáldið skelfilegt jafnvel (var búinn að skrifa "það er fríkað, dáldið skerí jafnvel" en ákvað að fara aðra leið) hvað það er mikið að gerast hjá Kolbeini Skúla nú um þessar mundir. Eins og fram hefur komið er ég búinn að vera að vinna mikið upp á síðkastið, hef rétt komið heim til að sofa, og mér finnst stundum ens og ég hafi misst af nokkrum vikum í lífi drengsins. ÉG var búinn að segja frá því að hann væri farinn að rúlla sér markvisst um allt hús. Hanner líka farinn að fatta og verða fúll ef maður tekur af honum eitthvað dót sem hann er að leika sér með. Hann er líka farinn að borða (loksins) bæði kjöt og fisk og ég veit ekki hvað og hvað... Ég get ekki beðið eftir því að fara í fæðingaorlof þá get ég starað á drenginn allan daginn og fylgst með því hvað hann er að læra. Kannski gerist þá ekki neitt, eða a.m.k. mjög hægt eins og þegar maður er að bíða eftir að það sjóði í pottinum. Tekur miklu lengri tíma ef maður horfir á.

Ekkert nýtt að frétta af íbúðamálum. Status Qou í þvi. Gamla fólkið á að fá sitt afhent 15. mars og við stefnum að þvi að bíða á tröppunum að morgni þess dags tilbúin að bera okkar dót upp. Það er nokkuð íklegt reyndar að við þurfum að bíða eitthvað framyfir páska, en það þarf víst að hafa það. Þau kannski drífa sig fyrr út með okkur á tröppunum. Kemur í ljós.

 Nú ætla ég að fara að gera heimaverkefnin mín. Ég er nefnilega á námskeiði í viðskiptaensku í Háskólanum í Reykjavík. Já ég er kominn í háskóla! Fyrst eru fjórar vikur í orðaforða og ritun (skriftir)  og um leið og það er búið tekur við talþjálfun í aðrar fjórar, þannig að þetta verður frekar stutt háskólanám í þessari lotu. En studum veltir lítil þúfa þungu hlassi og enginn veit sína ævina fyrr en öll er en víst er þó að bókvitið verður ekki í askana látið þannig að maður er ekki alveg viss um hvað skal til bragðs taka.

But now homework...


Rúllubarn

Það hlaut að koma að því að maður kæmi aftur. það er búið að vera svo mikið að gera hjá mér að ég hef ekker komist í netheima. Allt gott að frétta, Kolbeinn er búinn að finna sér leið til þess að ferðast um. Hann er ekki farin nað skríða eða neitt svoleiðis heldur rúllar hann sér um allt. Þannig nú þarf aldrei að sópa gólfið í Krosshömrum, Kolbeinn sér um það...

 

Kem með frekari sögur síðar, er að drukkna í Food and Fun og allskonar rugli


Þessi kann að bjarga sér

Óli Þetta var í blaðinu í dag. Dáldið skerí...

Ferðalag

Farin á Búðir í tilefni konudags!


furðufiskar

Í vikunni var hleypt af stokkunum átaki til þess að fá landann til þess að borða meir fisk. Gott og blessað svosem og eflaust þarft verkefni, enda landið umvafið hafi. Mér finnst samt dáldið skrítið að við fáum aldrei að sjá marga af þessum fiskum sem veiðast í kringum landið. Loðnu hef ég til dæmis aldrei séð í fiskbúðinni og einu sinni þegar ég spurði um hvort það væri ekki hægt að fá eitthvað af þessari nýju fínu loðnu keypta í fiskbúðini horfði fisksalinn á mig flissandi, nokkuð viss um að einhversstaðar hlyti að vera falin myndavél. Þegar maður ferðast til annarra landa sem liggja að sjó ere allstaðar að finna í,  fiskbúðum eða fiskmörkuðum, allskonar skrítna litla fiska. Hér virðast menn bara vilja bjóða fólki stóru fiskana eins og ýsu og lúðu, skötusel og svoleiðis. Hvers vegna skildum við aldrei sjá neitt af þessu? Ef það er hægt að selja þetta dýrum dómum frosið til útlanda þá hjóta að vera einhverjir vitleysingar hér á landi sem vilja kaupa þetta. Eins með Kolmunna. Maður sér allskonar fréttir  um miklar veiðar á kolmunna, ég veit ekki einu sinni hvernig kolmunni lítur út, samt er ég í matarbransa.

Um leið og við fáÆum aldrei að sjá mikið af þeim fiski sem veiddur er hér við land þá eru menn að flytja inn allskonar fisk og fólk kaupir hann.

Æ það er svo margt sem ég skil ekki...

 

ATH nýjar myndir á myndasíðunni

 


mbl.is Loðnan veiðist nú fyrir nánast öllu Suðurlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snillingar


Bæjarstjóri eltir forstjóra Alcan í einu og öllu

alcan_stigur-fp24Áfram heldur þessi skrípaleikur í Hafnarfirði.ég las Blaðinu í morgun að Hafnarfjarðarbær hafi ráðið Capacent Gallup til þess að sinna kynningarmálum í aðdraganda kosninga um stækkun álvers í Straumsvík. Þetta væri líklega ekki í frásögur færandi ef Alcan væri ekki líka með sama fyrirtæki á sínum snærum til að sinna kynningarmálum fyrir sig í aðdraganda kosninga um stækkun álvers í Straumsvík.  Ætli það séu engar líkur til þess að hagmunir skarist eitthvað við þetta? Eða er þetta bara enn ein vísbending um það að bæjarstjórn Hafnarfjarðar er á mála hjá Alcan og gerr allt sem í sínu valdi stendur til þess að hjálpa þeim i sínum málflutningi. Kannski segir þessi mynd eitthvað um hver það er sem raunverulega sér um að stýra því hvert ferðinni er heitið í Hafnarfirði og nágrenni.


Sko, tennur!

Fyrstu tennurÉg var búinn að skrifa langa færslu um allt milli himins og jaðar sem ég, fyrir klaufaskap eyddi út. Það var svosem ekkert merkilegt, þannig, bara fréttir sem allir vita.

Í staðinn birti ég hér mynd af Tönnunum hanns Kolbeins Skúla. Það þarf líklega að stækka myndina og súmma inn til að sjá þær, en þær eru...


búið að gera að mér

Það gæti verið að næstu færslur á þessum vetvangi verði eitthvað undarlegar. Ég fór nefnilega í aðgerð í gær, að láta spegla á mér liðþófana. Allt svosem gott og blessað um það að segja. Mætti kl níu,   nývaknaður og var umsvifalaust svæfður aftur. velti fyrir mér, eftir að ég fékk kæruleysisprautuna, í fullri alvöru hvesvegna læknirinn hefði ekki bara komið heim þar sem ég var sfandi hvort sem var. Áttaði mig síðan og sagði sem betur fer ekki neitt. Þegar síðan svæfingarlæknirinn kom og spurði hvernig ég hefði það svaraði ég að bragði " jú hef það nokkuð fínt. þakka þér fyrir. Það eru svo helvíti fínar veitingar hér hjá ykkur" Áttaði mig síðan á því hvað ég hefði sagt, fannst eins og ég ætti að skammast mín, en gerði það ekki. Það er kannski þessvegna sem þetta er kölluð kæruleysisprauta.

Núna er ég semsagt uppdópaður grafarvogsbúi og finnst við hæfi að vara lesendur mína við því. Ég hef ekki hugmynd um hvernig sú blanda kemur til með að leggjast í mig.

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband