9.2.2007 | 11:31
Bæjarstjóri eltir forstjóra Alcan í einu og öllu
Áfram heldur þessi skrípaleikur í Hafnarfirði.ég las Blaðinu í morgun að Hafnarfjarðarbær hafi ráðið Capacent Gallup til þess að sinna kynningarmálum í aðdraganda kosninga um stækkun álvers í Straumsvík. Þetta væri líklega ekki í frásögur færandi ef Alcan væri ekki líka með sama fyrirtæki á sínum snærum til að sinna kynningarmálum fyrir sig í aðdraganda kosninga um stækkun álvers í Straumsvík. Ætli það séu engar líkur til þess að hagmunir skarist eitthvað við þetta? Eða er þetta bara enn ein vísbending um það að bæjarstjórn Hafnarfjarðar er á mála hjá Alcan og gerr allt sem í sínu valdi stendur til þess að hjálpa þeim i sínum málflutningi. Kannski segir þessi mynd eitthvað um hver það er sem raunverulega sér um að stýra því hvert ferðinni er heitið í Hafnarfirði og nágrenni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
4.2.2007 | 15:53
Sko, tennur!
Ég var búinn að skrifa langa færslu um allt milli himins og jaðar sem ég, fyrir klaufaskap eyddi út. Það var svosem ekkert merkilegt, þannig, bara fréttir sem allir vita.
Í staðinn birti ég hér mynd af Tönnunum hanns Kolbeins Skúla. Það þarf líklega að stækka myndina og súmma inn til að sjá þær, en þær eru...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.2.2007 | 13:00
búið að gera að mér
Það gæti verið að næstu færslur á þessum vetvangi verði eitthvað undarlegar. Ég fór nefnilega í aðgerð í gær, að láta spegla á mér liðþófana. Allt svosem gott og blessað um það að segja. Mætti kl níu, nývaknaður og var umsvifalaust svæfður aftur. velti fyrir mér, eftir að ég fékk kæruleysisprautuna, í fullri alvöru hvesvegna læknirinn hefði ekki bara komið heim þar sem ég var sfandi hvort sem var. Áttaði mig síðan og sagði sem betur fer ekki neitt. Þegar síðan svæfingarlæknirinn kom og spurði hvernig ég hefði það svaraði ég að bragði " jú hef það nokkuð fínt. þakka þér fyrir. Það eru svo helvíti fínar veitingar hér hjá ykkur" Áttaði mig síðan á því hvað ég hefði sagt, fannst eins og ég ætti að skammast mín, en gerði það ekki. Það er kannski þessvegna sem þetta er kölluð kæruleysisprauta.
Núna er ég semsagt uppdópaður grafarvogsbúi og finnst við hæfi að vara lesendur mína við því. Ég hef ekki hugmynd um hvernig sú blanda kemur til með að leggjast í mig.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
31.1.2007 | 17:32
Virka mótmæli?
Hvernig stendur á því að menn vilja alltaf eyðileggja það sem gott er? Finnst fólki algerlega nauðsynlegt að leggja veg í gegnum þennan frábæra stað? Alveg finnst mér ótrúlegt að bílaumferð skuli ganga fyrir öllu öðru hér á landi. Fólki finnst mikilvægara að geta verið tíu mínútum fljótari til Akureyrar en að hlúa að þeirri miklu menningarstarfsemi sem fer fram þarna í Álaosskvosinni. Þarna er meðal annars ásgarður þar sem Magnús mágur minn vinnur ásamt mörgu öðru góðu fólki og mikið og gott starf er unnið. Þó það væri ekki fyrir neina aðra ástæðu en að leyfa þeim að halda ótrauðir áfram sinni starfsemi væru það nóg rök fyrir því að leggja veginn annarsstaðar. Álafosshúsið hlýtur líka að hafa einhverskona menningarsögulegan tilgang fyrir utan íbúðabyggðina þarna og stúdíó SigurRósar.
Fyrir hvað á að fórna þessu? Fyrir korters styttingu á hringveginum. Er það þess virði? Nei hreint ekki! Fólki liggur ekki næstumþví svona mikið á að komast hringvegin! Hvað er svo næst? Hraðbraut í gegnum Almannagjá? það gæti hugsanlega stytt vegalengdina að þjónustumiðstöðinni.
![]() |
Bærinn óskaði eftir því að vinnuvélar yrðu fluttar úr Álafosskvosinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
30.1.2007 | 12:51
Góðar hugmyndir ferðast víða
Ég hef alltaf haldið að Baggalútar væru frumlegir og sniðugir náungar. Held það svosem enn. Núna hefur samt komið í ljós að einhver þeirra les Ljósvellingasögu því í fréttaauka Baggalúts sem má hlusta á hér (27.01. 2007), notast þeir við hugmynd sem fram kemur hér neðar á þessari síðu.
Tilfinningar eru blendnar vegna þessa, í annan stað er ég upp með mér að vita að svona mikilsmetnir menn í grínheiminum skulu stela hugmyndum frá mér, en á hinn bóginn hefðu þeir alveg getað spurt um leyfi. Reyndar er smá séns að þeim hafi dottið í hug nákvæmlega sama og mér....
Ath. mynd tengist færslunni ekki á nokkurn hátt, bara flott mynd!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.1.2007 | 22:58
Þetta er allt að koma
svona er nú umhorfs á okkar annars snyrtilega heimili. Þessa kassa alla, og meira til, ætlum við að bera niður stigana og út í sendibíl sem við legjum. Ég fæ sem sagt að keyra sendibíl! Það ætlar her fólks að koma að hjálpa okkur og fyrirfram vil ég þakka þessu harðduglega fólki fyrir hjálpina (vonandi komið þið samt þó það sé búið að þakka ykkur fyrir).
Við vorum svo lánsöm að okkur var boðið í mat hjá pabba í kvöld, eins gott kannski því það er búið að pakka öllu eldhúsdóti. Við eigum reyndar nokkra pappadiska og plasthnífapör, en það er líklega ekki nóg. Við fengum Lambalæri með bernais sósu sem er akkúrat það sem maður þarf þegar maður þarf þegar staðið er í flutningum. Takk fyrir það.
Elísabet kom sá og sigraði okkur í dugnaði ( þó ekki sjáist nú mikill dugnaður ef bloggið hennar er skoðað). ástarþakkir kæra Beta.
Núna förum við að sofa í síðasta skipti á Ljósvallagötu 30 það er dáldið skrítin tilhugsun svona er þetta nú bara...
Góðar stundir
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.1.2007 | 01:26
Tom minn!
Mér líst vel á þetta, Tom Cruise er örugglega fínn messías, en ætli þeim hjá vísindakirkjunni finnist ekkert atriði að messías sé vísindamaður? Mér hefði þótt eðlilegra að finna einhvern eðlisfræðing og láta hann breiða út fagnaðarerindið á vísindalegan hátt.
Maður verður samt örugglega enga stund að venja sig af því að segja Jesús minn þegar maður verður hissa og segja Tom minn í staðinn.
![]() |
Tom Cruise er Kristur Vísindakirkjunnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.1.2007 | 17:02
Komin tönn
Þá Kolbeinn Skúli kominn með fyrstu tönnina sína. Það virtust ekki vera neitt sérstaklega mikil átök fyrir hann að koma sér henni upp. Kannski smá pirringur á kvöldin en annars tók hann þessu af mestu karlmennsku. Þannig að núna situr hann og nagar dót með nýju tönninni. Þannig að þetta lúkk sem er á myndinni er senn að hverfa.
------
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
25.1.2007 | 12:54
Góð hugmynd!
Í kjölfar þess að herinn fór frá keflavík stakk ég upp á nokkrum hugmyndum um nýtingu svæðisins sem hann var á. Engin þeirra hefu enn náð brautargengi og enn er verið að vandræðast með þetta þorp. Í ljósi þess að ríkið er að punga út 30-40 milljónum í hverjum mánuði til þess að viðhalda svæðinu finnst mér brýnt að finna einhver not fyrir það. Eins og fram hefur komið er þarna allt til alls. Barir, verslanir íbúðahúsnæði og meira að segja kirkja. Eitt stykki bær tilbúinn til innflutnings. Þarf kannski að mála en það er líklega allt og sumt.
En svo ég komi mér að lausn málsins þá er verið að stinga upp á því að gerð séu göng milli lands og Vestmannaneyja sem kosta fullt af peningum, einhverja tugi milljarða! Ég held að það væri mun farsælla, svo ég tali nú ekki um ódýrara að flytja vestmannaeyjabæ í heild sini á Keflavíkurflugvöll. Miklu mina mál. Það þyrfti hugsanlega að stækka höfnina í Keflavík aðeins til þess að geta tekið á móti flotanum frá eyjum en það er samt miklu hagkvæmara en að halda úti Vestmannaeyjum. Þar mætti svo útbúa partíeyju, svona eins og Ibiza, og hafa stöðuga þjóðhátíðarstemningu allt sumarið og svo lokað á veturna.
Ég sé ekki hvernig þetta getur klikkað.
![]() |
Vel útbúinn draugabær til sölu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.1.2007 | 23:16
Ninni
Að slíta barnsskónum er hugtak sem er vel þekkt. Ljóvellingasaga er hér með búin að slíta sínum barnsskóm á þessum leiðinda blogger, sem ritskoðar langar færslur og er til eilífra vandræða. Af því tilefni er hér birt mynd af gatslitnum barnsskóm undirritaðs. Þetta voru inni skór sem hlýddu nafninu ninni og þar með er komin skýrirng á fyrirsögninni.
Eitthvað þafr ég að föndra við þetta til þess að setja inn allt hitt bloggið, eins og það leggur sig. En til að byrja með er þetta svona. Kannski verður skrásetning þessarara sögu núna fullorðinslegri fyrst ég er kominn á moggablogg.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)