Andlitsbók

Úr ýmsum áttum og um nokkra hríð hefur fólk verið að hvetja mig til þess að skrá mig á facebook. En ég skildi aldrei almennilega hvað málið væri eða til hvers maður ætti standa í því. En fólk er að tala um þetta í öllum hornum og dásama hversu sniðugt fyrirbæri þetta væri. Nú hef ég látið til leiðast og er sem sagt skráður. Búinn að vera skráður núna í nokkra daga. Enn skil ég ekkert út á hvað þetta gengur, mér virðist eins og þetta sé vefsvæði sem hefur það að markmiði að vera tímasóun. Ef það er markmiðið hefur þeim tekist vel upp því þrátt fyrir a skilja lítið í því hvað aðdráttaraflið sé logga ég mig inn reglulega og skoða eitthvað tilgangslaust og tímafrekt.

En nú má ég ekki vera að þessu, enda þarf að skoða facebook og hvað "vinir" mínir eru að gera...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vantar einmitt tímasóun. Hvernig fer maður inn á svona andlitsbók? Hvaða fyrirbæri er þetta eiginlega?

Rósa (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 22:13

2 Smámynd: Ólafur Örn Ólafsson

facebook.com, maður skráir sig og sóar svo tímanum ...

Ólafur Örn Ólafsson, 10.1.2008 kl. 23:40

3 identicon

þetta minnir mig eitthvað á að safna servéttum, og bítta....er vaxin upp úr því og  finnst þetta alveg frámunalega leiðinleg tímasóun.

Heiðrún Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 09:18

4 Smámynd: Ólafur Örn Ólafsson

Eins og ég segi, þetta er nett pirrandi, því þetta virðist eingöngu ganga út á að safna vinum og senda þeim eitthvað kjánalegt, en ég er enn að gramsa í þessu til að reyna að finna það sem öllum finst svona sniðugt...

Ólafur Örn Ólafsson, 11.1.2008 kl. 09:44

5 identicon

Nú er ég búinn að vera skráður í bókina síðan í haust, barðist lengi í því að finna tilgang eða einmitt þetta skemmtilega sem allir væru að tala um.
Það er enn ekki fundið þrátt fyrir óteljandi stundir í leit og fikti.
Held að þetta sé bara einn af þessum bráðnauðsynlegu óþörfum sem engin skilur almennilega en klárlega hlýtur að vera kúl...

Evert (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 12:43

6 Smámynd: Baldvin Jónsson

Andlitsbókin virkaði þannig í mínu lífi að ég týndi mér þar inni, fattaði hverslags geggjaður tímaþjófur þetta er og frámunalega tilgangslaust, og nenni ekki að logga mig þarna inn lengur.

Skemmtilegt hvernig bara það að senda manni alltaf tölvupóst þegar einhver vinur manns gerir hvað sem er þarna inni veldur því að maður þarf alltaf að vera að skrá sig inn til að henda eins og hálftíma.

Ók annars fram hjá þér við strætóskýli framan við Fbl í gær, afskaplega eruð þið feðgarnir nú myndarlegir saman.

Baldvin Jónsson, 13.1.2008 kl. 20:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband