26.1.2007 | 17:02
Komin tönn
Þá Kolbeinn Skúli kominn með fyrstu tönnina sína. Það virtust ekki vera neitt sérstaklega mikil átök fyrir hann að koma sér henni upp. Kannski smá pirringur á kvöldin en annars tók hann þessu af mestu karlmennsku. Þannig að núna situr hann og nagar dót með nýju tönninni. Þannig að þetta lúkk sem er á myndinni er senn að hverfa.
------
Athugasemdir
Ohhhh, ég verða að sjá litla frænda með tönn :) Til hamingju með það frændi :)
GS búinn að vera lasinn, fékk smá eyrnabólgu en er hann allur að hressast. Knús og kossar frá okkur öllum á Crazyhill
Eva Gunnarsdóttir, 26.1.2007 kl. 18:03
Kæru bloggvinir - hér með mótmælum við .. enda vantar í okkur allar tennur enn og bara vika í 10 mánaða afmælið..
við munum a.m.k. ekki þora að hittað Kolbein fyrr búið er að jafna í tanngarði Konráðs - yfir og út
Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, 27.1.2007 kl. 00:31
Kæru bloggvinir - hér með mótmælum við .. enda vantar í okkur allar tennur enn og bara vika í 10 mánaða afmælið..
við munum a.m.k. ekki þora að hittað Kolbein fyrr búið er að jafna í tanngarði Konráðs - yfir og út
Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, 27.1.2007 kl. 00:32
Við reynum nú að ala drenginn upp þannig að hann sé ekki að núa öðrum börnum tannleysi eða annarskonar leysi um nasir þannig að ef þeir mætast á götu ætti allt að vera í lagi.
Öðru máli gegnir um foreldra drengsins, það er ekki víst að þeir nái að leyna stoltinu og mögulega myndu hrynja af vörum þeirra vanhugsaðar athugasemdir um tannleysi annarra barna.
Ólafur Örn Ólafsson, 27.1.2007 kl. 01:09
Til hamingju með að vera búin að koma öllum kössunum o.fl. niður stigana.
Vona að þið fáið Mávahlíðina sem fyrst, þó ég viti að ekki muni væsa um ykkur í Krosshömrunum. Og Kolbeinn Skúli, til hamingju með tönnina.
Guðrún frænka í Hveró.
Guðrún Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 30.1.2007 kl. 11:57
Já þtakk fyrir það allt saman...!
Ólafur Örn Ólafsson, 31.1.2007 kl. 09:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.