Pestabælið í Mávahlíð

Það virðist ekkert lát ætla að vera á lasleika og veikindum ljósvellinga. Kolbeinn er búinn að fara sínu verst út úr þessu en hann er meira og minna búinn að vera lesinn í 6 vikur. Með nokkra daga í lagi inn á milli. Við foreldrarnir eru líka búin að fá okkar skammt og hingað til hefur Inga komið verr út úr þessu en ég. En nú toppa ég þennan mikla flensufaraldur með því að fá strepptókokkasýkingu í hálsinn. Ég vona bara að það verði til þess að binda enda á, slá botninn í, ljúka þessum leiðinda veikindum það eru allir á heimilinu orðnir frekar pirraðir á hverjum öðrum Kolbeinn að rifna úr frekju því meðan hann er lasinn greyið,  er ýmislegt látið eftir honum en svo skilur hann ekkert í því þegar honum eru bannaðir sömu hlutir í dag. Hann bregst við því með því að öskra og grenja og kasta sér í gólfið. 

Nú þarf þessu að fara að linna svo við getum haldið áfram að vera glöð og hamingjusöm fjölskylda...

 

Til gamans er hér að lokum mynd af strepptókokki:

strepptococcus


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ojj þessi streptakokkur er frekar ófrýnilegur!

Nú hlýtur þessu að fara að linna með hækkandi sól!

Sunneva (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 15:11

2 Smámynd: Eva Gunnarsdóttir

Úff, þetta er ekki gaman. Hér herjar magapest eina ferðina enn á Sturluhóli en GS (krossa fingur) er enn sloppinn. Aftur á móti heldur hann foreldrum sínum uppteknum á kvöldin með því að harðneita að fara að sofa og kemur fram ítrekað. Endar með því að annað okkar sofnar uppi í rúmi með honum.

Komið í sveitina, sauðburður byrjar eftir mánuð og fáið sveitaloftið beint í lungun.

Sendi ykkur batnaðarkveðjur,

Eva

Eva Gunnarsdóttir, 25.3.2008 kl. 10:17

3 identicon

Já það væri nú kannski vit í því að koma í sauðburð - hef það á bakvið eyrað og reyni að troða því inní þétt prógramm. Bið að heilsa öllum á Sturluhóli.

Inga Magga (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 20:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband