Margt er skrítið í kýrhausnum

í gær kom inn um lúguna hjá okkur, ásamt öðrum ruslpósti, blað frá Heilsuhúsinu. Ég greip það með mér á klósettið svona til að hafa eitthvað að gera meðan ég sæti þar. þar rakst ég á eftirfarandi:

  sol-neti

Neti pot minnir helst á fallega sósukönnu eða töfralampa en er fullkomin

hönnun þegar kemur að því að skola á sér nefgöngin. Þeir sem hafa vanist

notkun hans geta ekki hugsað sér tilveruna án hans og nota hann jafnvel daglega.

Aðrir ganga enn lengra og eiga einn heima hjá sér og annan til sem þeir nota á

ferðalögum, en bæði Neti Pot til heimbrúks og ferðlaga fást í Heilsuhúsinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert obsessed af þessari nefdælu - þú færð þetta pottþétt í næstu tækifærisgjöf!

IMS (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 17:40

2 Smámynd: Ólafur Sveinsson

Fæst hún í mörgum litum?

Ólafur Sveinsson, 24.1.2008 kl. 21:52

3 identicon

En ætli sé hægt að nota hana sem sósukönnu eða töfralampa?

Inga Magga (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 22:26

4 Smámynd: Ólafur Örn Ólafsson

Veit ekki með litina en já ég er dáldið obsessed af þessari töfrasósukönnu...

Ólafur Örn Ólafsson, 25.1.2008 kl. 08:27

5 identicon

hehehe.. ég hef einmitt mikið hlegið af þessu apparati... ætli það sé ekki sama fólkið sem kaupir þetta og fer í reglulegar ristilhreinsanir.. 

Evert (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 14:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband