6.1.2008 | 22:00
Mávahlíð / Bagdad
Það er ekki ósvipað að reyna að horfa/hlusta á sjónvarpið á þrettándakvöld í hlíðunum og i Bagdad.
Maður heyrir ekkert fyrir sprengjuregni. Reyndar er mannfall ekki eins mikið, en fyrir okkur í Mávahlíðinni er þetta frekar pirrandi ástand
Athugasemdir
Hann er kominn aftur á veraldarvefinn! Pabbin með einu enni! Hef ekki kíkt hér inn langalengi og viti menn: við mér blasir hellingur af dásemdarfærslum.
Sprengingarnar eru að æra mig, hér sofnar drengurinn seint og um síðir útaf ,kabúmm´-inu og hundurinn geltir sirka fimmtíusinnum á dag. Hef íhugað að hringja í lögguna en með (syngist:) ,taugarnar þandar, titrandi andar´ símtólið í hönd, á leiðinni að ýta á 112 fatta ég að það hefur nú líklegast lítið uppá sig... kona verður bara að láta þessa sprengjuvarga vaða yfir sig. Það á samt að banna þetta fyrir utan gamlárskvöld, nýárskvöld og þrettándanum. Hananú.
Rósa (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 01:16
Jú maður er með svona kombakk... Hvað heldurðu að það þyði að banna þetta, um hvernig á að framfykgja þvi svosem. Um leið og það uppgötvast að það sé verið að brjóta lög/reglur eru sönnunnargögnin sprungin í tætlur...
Ólafur Örn Ólafsson, 7.1.2008 kl. 21:48
hehehe. Jamm, dálítið erfitt að sanna sektina á sprengjuvargana, sambærilegt við það þegar einhver reykir inni á klósetti í flugi og gleypir svo stubbinn ,gúlp, ha ég? neiiii´...
Rósa (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 21:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.