Graffari á heimilinu

Einn af okkar heimilisfólki er alræmdur graffiti listamaður. í gær meðan við sátum í rólegheitum við lestur og annarskonar dund, læddist sá minnsti afsíðis, náði sér í tússpenna og skreytti þrjá veggi og tvær hurðir.  Ég geri mér ekki grein fyrir því hvort eitthvað af þessu er svokallað "tag" eða hvort hreinlega er um að ræða nýja tegund af abstrakt graffiti. Hvort sem er þá er ljóst að vel hefur verið vandað til verks.

Hér má sjá hluta listaverksins:

jol07 011

 Og hér annan hluta:

jol07 014

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sorry en þetta er bara frekar fyndið hahaha:)  En hmhm hvernig gekk að ná þessu af?

Sunneva (IP-tala skráð) 27.12.2007 kl. 22:08

2 Smámynd: Ólafur Örn Ólafsson

já þetta er vissulega dáldið fyndið og ég átti dáldið bágt með að halda andlitinu og skamma kauða. Það var helv. vesen að ná þessu af ég var heillengi að pússa

Ólafur Örn Ólafsson, 28.12.2007 kl. 12:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband