17.12.2007 | 22:59
Smá nöldur...
Í dag fór ég bæði í kringluna OG í smáralind sem á einum degi ætti að vera nóg til þess að æra óstöðugan. Miðað við að hafa sloppið nokkuð óskaddaður má reikna með að ástand mitt sé stöðugt. Það tókst nú samt næstum því að æra mig, a.m.k. gera mig óstöðugan þegar ég fór í skífuna í kringlunni. Þar er mikið úrval af bíómyndum, tölvuleikjum og tónlist. Fyrst og fremst þó tónlist. Ég var dálitla stund að ráfa um búðina að skoða geisladiskahulstur til að sjá hvað væri til og ætlaði síðan að hlusta á eitthvað af þeim nýju plötum sem eru komnar út til þess að vita hvort það væri góð tónlist á þeim. En neeei, í tónlistarversluninni skífunni er hvergi hægt að hlusta á þá tónlist sem er til sölu í búðinni. Mér fannst þetta frekar undarlegt og hélt að mér hlyti að hafa yfirsést en starfsmaður sem ég spurði staðfesti þetta við mig og sagði að það væri svo mikið að gera í desember að það væri ekki hægt... Þetta afinnst mér afar skrítnir viðskiptahættir.. Annars voru bakaðar og málaðar piparkökur hér í Mávahliðinni í gær. Hér eru myndir sem sanna það...
Athugasemdir
það þarf nú ekki að nöldra þegar maður hefur svona afburðar falleg börn að baka með, þó svo að þau kalli mann fávita!
Heiðrún Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 11:19
Ég er ekki að nöldra yfir því það er það sem heldur manni í gangandi...
Ólafur Örn Ólafsson, 18.12.2007 kl. 13:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.