3.12.2007 | 23:02
Í leit að jólaskapi
Í gær fórum við feðgar gangandi í bæinn. Hugmyndin var að verða vitni að því þegar kveikt yrði á Óslóartrénu, enda sameinast þar tvö helstu áhugamál drengsins. Tré og jós. Þegar við komum á Klambratún leyfði ég Kolbeini að ganga sjálfum. Ég ætlaði að leyfa honum að stjórna ferðinni og fara á sínum hraða yfir túnið undir styrkri leiðsögn minni. En þegar við vorum búnir að vera klukkutíma að fara u.þ.b. 50 metra fannst mér sniðugra að nota vagninn til að komast í bæinn samdægurs.
Vegna kulda náðum við ekki að sjá þegar það var kveikt á trénu og fórum í staðinn í Ikea með mömmu þar voru allir í jólaskapi...
En við sáum þó þetta:
Og þetta:
Athugasemdir
Hver segir svo að það sé ekki töff að vera í lúðrasveit?
Evert (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 17:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.