Stór dagur í lífi barns!

Það er eins gott að það var byrjað aftur að skrá atburði á þessa síðu fyrir skömmu. gott vegna þess að það hefði verið fullstór biti að kingja eftir svona langa þögn það sem er að frétta í dag.

Sko, Þannig er að í dag kom ég snemma heim úr vinnunni til að hjúkra litla manninum á heimilinu þvi hann er búinn að vera með kvefpest og hita. Við erum búinir að vera bara að dunda okkur við eitt og annað sem til fellur. Kubba, lesa bókina um stóra fuglinn sem er að reyna að veiða hænuungana, láta bangsana sitja á þröskuldinum á svalirnar. Svo þegar við vorum búnir að borða kvöldverð sat ég og horfði á fréttir og Kolbeinn var að vesenast eitthvað. Hann þurfti að sækja allar bækurnar inn í herbergi og koma með þær til mín inn í stofu, sem maður skilur svosem. Síðan varð allt hljótt, grunsamlega hljótt. Ég náttúrulega bjó mig undir það versta og var viss um að hann væri að fást við eitthvað annaðhvort mjög hættulegt eða mjög bannnað og kallaði á hann. Ennþá mjög hávær þögn úr hinum enda hússins. Þá ákvað ég að gá að kauða og bjóst við að sjá hann vera að sjúga pönnukökusýróp beint úr brúsanum eða eitthvað í líkingu við það. En viti menn, Kolbeinn Skúli var kominn upp í okkar rúm með snuð og Magga mjúka og steinsofnaður! Aleinn!

Ég veit ekki alveg hvað mér á að finnast um þetta. Í aðra röndina er ég pínu móðgaður að hann skildi ekkert ræða það neitt við mig að hann væri orðinn þreyttur eins og hann gerir venjulega en á hinnn bóginn er ég mjög ánægður með hann að fara bara sjálfur upp í og hvíla sig þega hann er þreyttur.

Fyrir nú utan að hann burstaði ekki í sér tennurnar áður en han fór að sofa!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband