Kannski kominn tími á fréttir

Þrír mánuðir er kannski dáldið langt hlé og ég býst við að jafnvel dyggustu lesendur séu löngu hættir að kíkja við á þessa síðu, en ég ætla nú samt að setja hér nokkrar línur á skjá þrátt fyrir að það sjái það vafalaust fáir.

Af kolbeini er það að frétta að hann plumar sig afar vel á leikskólanum. Er meira að segja að detta í elsta hópinn þar, enda orðinn 16 mánaða gamall! Í gær þegar ég sótti hann sagði Svafa (sem er deildarstjórinn á Álfalandi, deildinni hans Kolbeins) að það væri að koma í ljós að hann hefði mikið skap. Hún bannaði honum víst að taka dót af öðru barni og hann bilaðist. Hún sagði að það hefði tekið hana langan tím að fá hann til að hætta að grenja. Hann á það til að taka svona risour heima líka það er sérstaklega þegar við bönnum honum að gramsa í skápnum þar sem við geymum geisladiskana. Þá er eins og hann fái einhverskonar þráhyggju og verði að fá að gramsa í honum. Þetta er allt saman dáldið fyrndið og við eigum bágt með að halda í okkur hlátrinum en reynum þó, því þetta er hoonum mikið hjartans mál og ekki fallegt að gera grín að því.
Hann er líka farinn að geta tjáð sig nokkuð vel. A.m.k. látið vita hvað hann vill og hvað hann vill ekki. Svo eru nokkur orð sem hann kann. Reyndar skilur þau enginn nema við foreldrarnir. Hér koma þau helstu rituð eins og þau hljóma, með skýringum:

aúwah=húfa
ljljlsói=Ljósið
trrrrr=tré, blóm
baba=pabbi
bababa=fugl
baba=svafa (leikskólakennari)
mama=mamma
tsssss=kisa, bangsi, tígrisdýr, krókódíll, mús
pnnna=opna

Þetta er nú ekki allur orðaforðinn það er ansi margt líka sem tengist mat, en það er yfirleitt meiri nautnahljóð og því erfitt að koma því í orð svo vel sé.

Af okkur hinum er nú ekki mikið nýtt, þannig. Við fengum loksins þörfina til að fara að ftaka aftur til hendinnni á heimili voru og það voru boruð nokkur göt í veggi og loft og allskonar dót hengt upp. Við þurfum líka að fara að fá gardínur í stofurnar því eftir að laufin duttu af trjáum horfa nágrannarnir beint inn til okkar. Ekki að við höfum mikið að fela en það er kannski óþarfi að vera beinlínis með sýningu á heimilislífinu. Við sruppum líka til Berlínar á dögunum, bara fullorðna fólkið á heimilinu sem var hreint framúrskarandi. Dáldið skrítið að hafa engan Kolbein með en bara nokkuð gott líka. Hann var hjá Afa sínum og Ömmu í grafarvoginum á meðan og ég býst við að hann hafi svosem ekki liðið mikinn skort þar.

Þá held ég að þetta sé orðið ágætt í bili.

Lifið heil!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært að sjá nýja færslu, ég var ekki búinn að gefast upp að lesa sem segir kannski meira um minn frítíma en um hollustu við bloggið  

Evert (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 12:45

2 Smámynd: Ólafur Örn Ólafsson

Já sko til það er gott að vita að það séu einhverjir sem kíkja reglulega.

 Takk fyrir Evert minn!

Ólafur Örn Ólafsson, 22.11.2007 kl. 20:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband