13.8.2007 | 10:46
Fyrstu skrefin
Þá er Kolbeinn farinn að ganga. Hann tók reyndar fyrstu skrefin sín daginn sem við héldum upp á afmælið hanns (27.7) þau voru nú samt bara tvö þannig að það telst ekki alveg með. Síðan er hann búinn að vera að smá bæta við sig í skrefafjölda og fara sífellt lengri leiðir milli hluta 3 og alveg upp í sjö skref. Mjög ánægður með sjálfan sig. Svo núna í morgun þar semég sat við eldhúsborðiði með serósið mitt. Kemur alltíeinu gangandi lítill náungi þvert yfir eldhúsið og gengur alla leiðina fram í hol. Þá sá hann reyndar eitthvað spennandi og þurfti að droppa á hnén til þess að komast hraðar yfir. Þetta er vafalaust lang lengsti spölur sem genginn hefur verið á þessum litlu fótum.
Athugasemdir
Dásamlegt:)
mamman.
Ólafur Örn Ólafsson, 13.8.2007 kl. 20:50
Til lukku með skokkarann. Ætli þetta sé í boði Glitnis? Er ekki hlaupið þeirra jakkafata um komandi helgi? Gætir kannski skráð hann fyrir áheitum
Baldvin Jónsson, 14.8.2007 kl. 01:44
Ekkert smá flottur og ekki slæmt að fylgjast með í beinni. Nú heimta ég og segi heimta, vídíó af frænda.
Spurning um að þeir frændur verði einhverskonar brúðarsveinar og labbi hönd í hönd á undan brúðurinni inn gólfið - þá verður athyglin á þeim og solleiðs ;)
Allavegana, takk fyrir lönsjið og hlakka til að sjá ykkur um helgina,
kveðja,
Eva
Eva Gunnarsdóttir, 14.8.2007 kl. 09:04
ýkt sætur á tveimur jafnfljótum!
Rósa (IP-tala skráð) 14.8.2007 kl. 23:22
Já hann er flottur, takk fyrir góð'ar kveðjur. En þeir eru nú ekki alveg jafnfljótir ennþaá...
Ólafur Örn Ólafsson, 15.8.2007 kl. 21:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.