5.8.2007 | 15:19
Allir hressir?
Það er dáldið fyndið að hlusta á útvarpið (Rás 2) um verslunnarmannahelgi. það eru allir svo hressir og allt á að vera svo frábærlega skemmtilegt. Allt liðið sem vinnur á Rás 2 er á aukavakt um allt land og keppast við að vera sem sniðugastir og umframallt hressir. Reyndar er smá undantekning á hrssleikanum þegar það kemur að umferðarfréttum. Þá setur fólk sig í hátíðlegar stellingar og býsnast yfir þeim sem keyra of hratt og minna alla á að nota belti og muna að aka varlega með fellihýsið sitt.
Mér finnst þetta þó alltaf vera dáldið gerfilegt allt saman. Í fyrsta lagi er enginn svona hress heila helgi og Þessi umþóttunnartónn þegar kemur að umferð fer líka nett í taugarnar á mér. Ég er nánast viss um að þeim er drullusama um það hvort fólk keyrir hratt eða ekki, finnst líklega að það fylgi því ábyrgð að hvetja til svona mikils hressleika allan liðlangan daginn og það þurfi að vega upp á móti því.
Maður veit þó aldrei, kannki er ég bara svona skeptískur og fúll.
Athugasemdir
Mega hrezz.
Sigurjón (IP-tala skráð) 10.8.2007 kl. 17:21
...mér þykir þú hvorki skeptískur né fúll, Óli minn ! Þú ert fínn...
Gunnar Karl (IP-tala skráð) 11.8.2007 kl. 14:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.