17.7.2007 | 21:50
Faraldsmargfætlur
Nú skal ekinn hringvegur með stoppi í Steingrímsfirði, refasveit, Akureyri, Seyðisfirði, Hornafirði, vík (eða skógum). Brottför um hádegi á morgun.
Af Snæfellsnesi var allt gott, vissum hápunkti var náð í grillmennsku þegar pönnukökur voru bakaðar á útigrilli. Fyrr í sumar náðist annað hámark þegar egg, beikon og ristaðar beyglur komu af grillinu. nú er bara að reyna að finna e-ð annað nýtt sem ekki hefur verið grillað áður.
Okkur bráðvantar svona farangursbox til að setja á toppinn á bílnum, skilst að það gangi undir nafninu tengdamömmubox. Ekki það að við ætlum að taka tengdamömmur með okkur, nei nei, þær koma hvorugar með en það fylgir okkur bara svo mikið af dóti. Málið er að við tímum ekki að kaupa það fyrir 35-50 þúsundkall sitjum frekar undir öllu draslinu. Ef það er einhver sem les þetta og á svona box sem hann er til í að lána okkur, nú eða gefa. þá er bara að hafa samband og við komum og sækjum með bros á vör. Værum svosem alveg til í að borga e-ð smá fyrir það....
Athugasemdir
Ef við ættum svona box, mundið þið gera ykkur ferð? Gætið slegið 2 flugur þarna og hitt Snorra og Ísól í leiðinni.
En skemmtið ykkur vel í ferðalaginu. Hvað áætli þið langan tíma í etta?
Gott er nú að vera þjóðlegur og grilla sviðasultu.
Sigurjón Örn Ólason (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 16:17
Takk fyrir komuna, það var alveg frábært að hitta ykkur ;)
Eva Gunnarsdóttir, 23.7.2007 kl. 08:56
grillaðir hanskar eru afbragð.
Líf Magneudóttir, 23.7.2007 kl. 17:33
Elsku Kolbeinn Skúli, innilegar hamingjuóskir með 1 árs afmælið
Vonum að þú eigir góðan afmælisdag og vonandi sjáumst við um næstu helgi.
Bestu kveðjur,
Gunnar Snorri, ma&pa
Eva Gunnarsdóttir, 24.7.2007 kl. 11:20
Innilega til hamingju með fyrsta afmælisdaginn hjartans Kolbeinn Skúli okkar. Láttu dekra við þig í dag (...en ekki hvað!), farðu ekki í manicure eða pedicure heldur miklu frekar á róló! Knús og kossar, Andé Raven and his gang.
Andri Rafn og hans lið. (IP-tala skráð) 24.7.2007 kl. 15:03
Það fór vika í þetta brölt, sem er alltof lítill tími í svona langferð. Það var ýmislegt góðgæti grillað þó hvorki hanski né sviðasulta. Takk fyrir kveðjur til Kolbeins, ég kem þeim áleiðis...
Ólafur Örn Ólafsson, 25.7.2007 kl. 00:39
Hahaha grillhanskar. Var að fatta það núna fyrst...
Ólafur Örn Ólafsson, 27.7.2007 kl. 16:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.