Birilíbarelíbí...

Í dag barst inn um (alltof lágu) póstlúguna okkar eftirfarandi bréf stílað á okkur þrjú, mig Ingu og Kolbein Skúla:

TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ!
Nú átt þú bráðum afmæli og þessvegna langar okkur að gefa þér skemmtilegt afmælisveislusett sem þú getur notað í afmælinu þínu. Í settinu eru dúkur, glös, diskar, sevéttur, hattar og partíflauturmeð skemmtilegum myndum af Sprotunum. Líttu inn í næsta útibú Landsbankans með þennan miða og sæktu afmælisveislusetttið. Þú getur einnig kynnst okkur betur á sproti.is og prentað þar út boðskort í afmælið þitt.

Afmæliskveðja
Sproti og félagar

Sko, bréfið er auglauslega ekki til mín því mitt afmæli er nýbúið. Þetta er heldur örugglega ekki til Kolbeins því hann er rétt að verða eins árs og því ætti öllum, bankamönnum sem öðrum, að vera það ljóst að hann kann ekki að lesa. Sem hlýtur að þýða að þetta sé ætlað Ingu Möggu. Meikar svosem sens því hún á stórafmæli í þarnæstu viku, verður þrítug. Mér finnst þó dáldið skrítið hjá þeim í Landsbankanum að stíla bréfið til Ingu líka á okkur Kolbein og mér finnst næstum því meira skrítið að þeim skuli detta í hug að hún vilji hafa hatta og partíflautur með myndum af sprotunum í þrítugsafmælinu sínu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ þetta eru alveg æðislegar myndir af Kolbeini Skúla:)  Vá það fer aldeilis að styttast í afmælin hjá mæðginunum!  Veiii

Sunneva móða (IP-tala skráð) 23.6.2007 kl. 22:14

2 Smámynd: Eva Gunnarsdóttir

Sé ekkert að því að hafa Sprotaþrítugsafmælisveislu - bara fínt og patent, sparar manni að hafa áhyggjur að þema fyrir afmælið.

Þið kannski lánið okkur Gauja þetta fyrir 18. ágúst? Díll?

kv.

Eva

Eva Gunnarsdóttir, 24.6.2007 kl. 18:10

3 Smámynd: Ólafur Örn Ólafsson

Ætliði að hafa afmælisveislu í framhaldi af brúðkaupinu. Held að það verði skemmtiegra að hafa brúðkaupsveislu

Ólafur Örn Ólafsson, 24.6.2007 kl. 20:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband