Hrossaflugur

hrossafluga_160302Það er ótrúlega mikið af hrossaflugum hjá okkur hér í Mávahlíðinni. Truflar mig svosem ekki mikið öðruvísi en að mér finnst heldur hvimleitt að tína upp líkin þegar þær hafa tínt lífinu. Það var meira að segja ein dauð í tannburstagasinu í gær.

Sama verður ekki sagt um viðhorf sambýliskonu minnar til þessara meinleysisgreyja. Það verður uppi fótur og fit á heimilinu þegar inn flögrar hrossafluga og mér skipað að koma henni fyrir kattarnef hið snarasta. Eftir að hafa haft nokkur vel valin orð um það hversu kjánalegt það sé að vera hræddur við hrossaflugur, að þær geri nú engum neitt, verð ég nú oftast við bóninni og vísa þeim á dyr, eða öllu heldur glugga svo þær geti lokið sínu stutta en meinlausa lífi úti í náttúrunni.

Kolbeinn er hins vegar hæstánægður með hrossaflugurnar. Skríkir þegar hann sér þær og reynir að taka þær. Hann grunar augljóslega ekki hversu mikil skaðræðisdýr þetta geta verið samkvæmt móður hans..

Langaði bara að deila þessu með ykkur...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Örn Ólafsson

æ góði þegiðu og farðu bara með þær út! IMS

Ólafur Örn Ólafsson, 19.6.2007 kl. 20:58

2 Smámynd: Eva Gunnarsdóttir

Ohhhh, skil þig vel Inga Magga - hroðalegar, stefnulausar og limalangar flugur!

Gaman að fá loksins hreyfingu á síðuna, til hamingju með afmælið um daginn Óli.

Flottar myndir og frábært að sjá loksins tennurnar hans Kolbeins - við vitum þá núna hvert barnatennurnar hennar IMS fóru! Bara sætur :)

Verð nú bara að segja líka hvað hann Steinar er myndarlegur drengur!

Og fyrst ég er byrjuð, þá eruð þið líka fín ;)

Jæja, nú er ég búin að tjá mig nóg í bili...

kellan á Sturluhóli

Eva Gunnarsdóttir, 19.6.2007 kl. 21:28

3 Smámynd: Ólafur Örn Ólafsson

Já þakka þér fyrr góðar kveðjur Eva, og ég vil biðja IMS að hætta að þykjast vera ég, annars kem ég með heilt stóð af hrossaflugum...

Ólafur Örn Ólafsson, 20.6.2007 kl. 12:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband