Nessí

Þessi síðasta vika er búin að vera stór hjá Ljósvellingum. Máliríið og allt föndrið í Mávahlíð er að vinda dáldið upp
á sig og verða aðeins smeira en í upphafi var búist við. Það þarf að skipta um sílíkon í flestum gluggum svo dæmi sé tekið og það seinkar dálítið framkmvæmdaáætlun. En það gerir litið til því ég er orðinn eins og Nadia, ég er orðinn svo flínkur með verkfærin mín. Mamman er búin að vera í svaka skólatörn. Skilaði Ritgerð á miðvikudag og tekur heimapróf í dag sem á að skila á morgun. og svo er Kolbeinn Skúli bínn að vera lasinn lika. Tengdaforeldrarnir eru búnir að vera ómetanlegir í að sjá um barnið meðan ég leik Nödiu og Mamman stúderar.

-------

Eionu sinni vann ég í húsinu sem brann. Það var löngu áður er það hét Pravda. Meira að segja líka löngu áður en það hét Astró. Það var á árunum ´89 til ´92 þegar var í húsinu ítalskur veitingastaður sem hét Pisa. Toppstaður sem var gríðarlega vinsæll með frábærum mat. Áður var til húsa þar veitingahúsið Sælkerin, sem var líka Ítalskur en ekki næstum eins góður, og þar áður var eðal hamborgarabúllan Nessí sem hét eftir Loch ness skrímslinu. Þannig að þegar Villi borgarstjóri segir að þarna hafi glatast mikil menningarsöguleg verðmæti hefur hann rétt fyrir sér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband