5.4.2007 | 12:58
Atvinnuskapandi
Menn eru að halda því fram að án stóriðju yrði hér á landi gríðarlegt atvinnuleysi og öll þessi álver þurfi að byggja til þess að skapa ný störf.
Ég er með betri hugmynd. Ég legg til að þeir sem standi í viðskiptum verði skikkaðir til þess að nota reiðufé í öllum sínum viðskiptum. Hætta þessu millifærslurugli öllu saman. Þetta getur skapað fullt af fólki atvinnu. Í fyrsta lagi þarf að reisa stórar prentsmiðjur til að prenta alla þessa peninga. Prentsmiðjur eru mun hentugri stóriðja heldur en álver því það þarf ekki næstum því eins mikið rafmagn til að knýja þau og þeim fylgir ekki eins mikil mengun. svo akapast líka störf við að telja peningana þegar viðskipti eiga sér stað. Teljarar myndu fljótlega verða eftirsóttir og ég held að þeirra laun verði há. Svo vantar sendibílstjóra til þass að keyra á milli þessar háu fjárhæðir. Skemmur og geymslur fyrir bankana til þess að geyma góssið í og svona má lengi halda áfram. Hellingur af iðnaðarstörfum sem myndu skapast við þessa breytingu.
Kaupþing að kaupa í Glitni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það vella útúr þér atvinnuskapandi hugmyndirnar. Peningaprentsmiðjan gæti svo verið staðsett í gömlu herstöðinni og teljararnir gætu búið í einni blokkinni þar, svo bílstjórarnir í annarri.... Gleðilega páska!
Rósa (IP-tala skráð) 8.4.2007 kl. 14:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.