17.3.2007 | 17:28
Sko bara
Eftirfarandi er færsla tekin af bloggi dr. Gunna.
Þar sem við Lufsan sátum hnípin og átum California club á Grillhúsinu mátti sjá fína fólkið arka skælbrosandi inn í fínt samkvæmi í Listasafni Íslands. Búið var að kveikja á tveimur stærðar bálkestum og maður í smóking tók á móti gestum. Eini sem ég kannaðist við var Hreiðar Mar í KB, en þetta leit allt eins út og hann plús uppstrílað kvenfólk í galadressum. Sá ekki Elton en Bogomil var þarna. Kannski var verið að halda upp á að olíuforstjórarnir væru sloppnir? Það ku annars helvíti gott að troða upp á svona giggum. 10 mínútna grínatriði á 100.000 og veislustjórn örugglega á millu. Maður þarf einhvern veginn að komast inn í millaklíkuna. Byrja að hanga á Vox og svona sjá hvort það séu ekki lausar stöður í einhverju. Bara rugl að vera í daglaunavinnu við hliðina á þessu.
Áhugavert...!
Athugasemdir
Já bíddu hvaða flottræflar sáu aftur um þessa veislu?
Inga Magga (IP-tala skráð) 17.3.2007 kl. 22:14
Ertu að hugsa um að leggja fyrir þig veislustjórn eða almenn skemmtiatriði?
Baldvin Jónsson, 18.3.2007 kl. 12:36
http://sigmarg.blog.is/blog/sigmarg/entry/150182/
Þetta var sem sagt KB Partí - þeir eiga víst einhverja aura afgangs þar
Baldvin Jónsson, 18.3.2007 kl. 12:45
ÉG hafði hugmynd um það enda tók ég virkan þátt í undirbúningi enda var það VOX sem sá um matinn og drukk...
Ólafur Örn Ólafsson, 18.3.2007 kl. 18:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.