Vorið er komið

Vegna nagandi samviskubits lét ég skipta um dekk á bílnum okkar í síðustu viku. Það fylgdu nagladekk með bílnum þegar við keyptum hann og þótt okkur hafi verið meinilla við að aka um á negldum dekkjum fannst okkur við ekki geta annað afþví að þau voru til. Núna upp á síðkastið er búin að vera mikil umfjöllun um sfifryk í borginni og ég mundi ekki til þess að það hefði fryst í meira en mánuð. Meira að segja einn daginn þegar ég var á leiðinni í vinnuna var 10 stiga hiti og sól og páskaliljur farnar að gægjast upp úr moldinni í  Krosshömrum! Mér fannst því tilvalið seinasta föstudag að leggja nagladekkjunum, enda farið að vora. Ég var nokkuð viss um að ég væri í góðum málum. Friða samviskuna vegna svifryksmengunnar og leggja mitt af mörkum svo það gæti vorað.

Síðan ég setti sumardekkin undir er búið að snjóa alla dagana nema einn...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við komumst að því í gær, nokkrar kellingar, að það væri líklega best að fara ekkert að raka á sér fótleggina fyrr en maður á að taka vetrardekkin undan, s.s. 15 apríl...

Heiðrún (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 10:38

2 Smámynd: Ólafur Sveinsson

þetta er allt í lagi , snjókoman er ekki þér að kenna,

Ólafur Sveinsson, 15.3.2007 kl. 12:15

3 identicon

immit sprakk á mínu í gær. og raka fótleggina? immit er ég að spá í að raka köttinn sköllóttan. are we connected or what???

beta (IP-tala skráð) 16.3.2007 kl. 09:39

4 Smámynd: Ólafur Örn Ólafsson

Ef þú rakar köttinn getur þú endurskýrt hann Britney...

Ólafur Örn Ólafsson, 17.3.2007 kl. 11:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband