14.3.2007 | 13:43
Bara að spá...
Nú hef ég bætt talsvert á mig upp á síðkastið, er líklega kominn 20 kíló yfir kjörþyngd. Ég átta mig á þessu og finnst ekkert að því að fólk ræði það við mig, sem kemur oft fyrir. Setnigar eins og: "helvíti ertu orðinn pattaralegur" eða: " Þarftu ekki að fara að gera eitthað í þessari bumbu" er nokkuð algent að heyra. Ég hef hins vegar aldrei heyrt nokkurn mann, né konu, segja neitt þessu líkt við konu sem hefur fitnað. Hverju ætli þetta sæti? Ætli sé gengið út frá því að konur séu viðkvæmari fyrir þessu? Eða ætli fólk haldi að konur séu það vitlausar að þær taki ekki eftir þvi að þær fitni?
Persónulega þá kann ég ekki við að segja neitt þessu líkt, hvorki við konur né karla.
Athugasemdir
Þegar ég fór að fitna hérna í denn fékk ég aldeilis glósurnar ... ég var farin að urra grimmdarlega og svaraði hiklaust fyrir mig! Sagði m.a.: „Takk. Þú lítur líka mjög vel út.“ sagði þetta vingjarnlega) eða „Æ, það gera krabbameinslyfin!“ (og var sorgmædd) O.s.frv. Þetta hætti fyrir rest en svakalega var þetta pirrandi. Segi sama og þú ... ég myndi aldrei benda manneskju á eitthvað sem hún veit nú þegar ... þetta er bara afskiptasemi og dónaskapur.
Með hnúum og hnefum (fyrir okkar hönd)!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 14.3.2007 kl. 13:48
en svo veigrar fólk sér ekki við að fussa og sveia ef einhver undir kjörþyngd mjókkar. Það getur verið alveg jafn viðkvæmt að ná ekki upp í æskilega þyngd eins og að vera yfir henni...
Heiðrún (IP-tala skráð) 14.3.2007 kl. 14:15
Til umhugsunar,
Reykvískir karlar og konur hafa bæði hækkað og þyngst á tímabilinu. Þyngdaraukningin er meiri en útskýrt verður með aukinni hæð eingöngu en það kemur fram í hækkun líkamsþyngdarstuðuls hjá báðum kynjum. Á sama tíma eykst bæði hlutfall þeirra sem eru of þungir og of feitir og var hlutfallsleg fjölgun of feitra meiri en hlutfallsleg fjölgun of þungra. Hlutfall of feitra meira en tvöfaldaðist hjá báðum aldurshópum kvenna á tímabilinu samkvæmt niðurstöðum línulegrar aðhvarfsgreiningar (linear regression analysis) og var komið í tæp 15% (95% öryggisbil, 9-22%) hjá konum á aldrinum 45-54 ára og um 25% (95% öryggisbil, 17-34%) hjá 55-64 ára. Hlutfall of feitra tæplega tvöfaldast í yngri hópi karla og var komið í um 19% (95% öryggisbil, 13-27%) í lok tímabilsins en aukningin var ekki marktæk hjá þeim eldri. Það lætur nærri að í lok tímabilsins séu um 70% karla í báðum aldurshópum og í eldri hópi kvenna annað hvort of þung eða of feit, en þetta hlutfall var um 54% í yngri hópi kvenna.
Óverulegar breytingar hafa átt sér stað á neyslu orku og orkuefna á tímabilinu samkvæmt niðurstöðum fæðuframboðsins.
Ályktanir: Ofþyngd og offita hafa aukist umtalsvert meðal miðaldra Reykvíkinga á árunum 1975-1994 og er aukningin sambærileg við það sem átt hefur sér stað víða á Vesturlöndum undanfarið. Brýnt er að bregðast við þessum vanda með því að hvetja til heilbrigðari lífshátta, bæði hvað mataræði og hreyfingu varðar.
Ólafur Sveinsson, 14.3.2007 kl. 14:48
Þegar ég kom heim í denn frá Au pair ævintýrinu mínu, hafði ég með mér nokkur aukakíló. Ég man alltaf eftir því að amma sagði við mig við heimkomuna, ánægð á svip: ,þú hefur braggast vel þarna úti og lítur ljómandi vel út´. Mér þótti vænt um það.
Rósa (IP-tala skráð) 14.3.2007 kl. 22:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.