7.3.2007 | 21:33
Þetta og hitt
Það er nú meira hvað þetta gengur illa hjá mér þetta blogg. Það er samt allskonar í gangi sem ég gæti vel haft skoðun á. Ég hef alveg talsverða skoðun á Ríkistjórnardramanu og gæti vel skrifað um það langa pistla eins og margir hafa nú þegar gert á þessum og hinum bloggum. En ég kýs að sleppa þvi að tjá mig neitt frekar um það öðruvísi en að segja: Stormur í vatnsglasi.
Ég gæti líka sagt frá því hér hvernig var á Food&Fun hjá mér í vinnunni en aftur kýs ég að hnoða því saman í eina viðeigandi setningu, orð meira að segja: Búið!
Nenni heldur ekki að tjá mig mikið um Kaupmannahafnarfeðina sem ég fór í daginn eftir að Food&Fun lauk að öðru leiti en því að: Heiðrún þú ert frábær!
Það er undarlegt, dáldið skelfilegt jafnvel (var búinn að skrifa "það er fríkað, dáldið skerí jafnvel" en ákvað að fara aðra leið) hvað það er mikið að gerast hjá Kolbeini Skúla nú um þessar mundir. Eins og fram hefur komið er ég búinn að vera að vinna mikið upp á síðkastið, hef rétt komið heim til að sofa, og mér finnst stundum ens og ég hafi misst af nokkrum vikum í lífi drengsins. ÉG var búinn að segja frá því að hann væri farinn að rúlla sér markvisst um allt hús. Hanner líka farinn að fatta og verða fúll ef maður tekur af honum eitthvað dót sem hann er að leika sér með. Hann er líka farinn að borða (loksins) bæði kjöt og fisk og ég veit ekki hvað og hvað... Ég get ekki beðið eftir því að fara í fæðingaorlof þá get ég starað á drenginn allan daginn og fylgst með því hvað hann er að læra. Kannski gerist þá ekki neitt, eða a.m.k. mjög hægt eins og þegar maður er að bíða eftir að það sjóði í pottinum. Tekur miklu lengri tíma ef maður horfir á.
Ekkert nýtt að frétta af íbúðamálum. Status Qou í þvi. Gamla fólkið á að fá sitt afhent 15. mars og við stefnum að þvi að bíða á tröppunum að morgni þess dags tilbúin að bera okkar dót upp. Það er nokkuð íklegt reyndar að við þurfum að bíða eitthvað framyfir páska, en það þarf víst að hafa það. Þau kannski drífa sig fyrr út með okkur á tröppunum. Kemur í ljós.
Nú ætla ég að fara að gera heimaverkefnin mín. Ég er nefnilega á námskeiði í viðskiptaensku í Háskólanum í Reykjavík. Já ég er kominn í háskóla! Fyrst eru fjórar vikur í orðaforða og ritun (skriftir) og um leið og það er búið tekur við talþjálfun í aðrar fjórar, þannig að þetta verður frekar stutt háskólanám í þessari lotu. En studum veltir lítil þúfa þungu hlassi og enginn veit sína ævina fyrr en öll er en víst er þó að bókvitið verður ekki í askana látið þannig að maður er ekki alveg viss um hvað skal til bragðs taka.
But now homework...
Athugasemdir
Well well, lot to do, a lot happening... From now on I´ll only comment in business english, to help you studying. It´s terrible the downfall on the asian marked, my stock in FL group just collapsed and then I´ve heard that the euro is trying to keep up with the yen because of the Nasdag experience of the APLD of the marketing of the smurfings usd...
Rósa (IP-tala skráð) 7.3.2007 kl. 23:45
Þú ert nú ekkert svo ófrábær sjálfur, bróðir. En mér reiknast svo til að ég skuldi þér tvöþúskall fyrir sælgætið, er samt að velta því fyrir mér hvort ég eigi ekki frekar að rukka þig um mánaðar líkamsræktarkort í stað þess að borga. Hvernig dettur þér í hug að koma með tvö kíló af nammi til mín?? Mér var greinilega ekki sjálfrátt þegar ég bað um þetta, því ég veit mæta vel að það fer næstum því allt í magann á mér ( les. sest á rassinn og lærin) því að ég tími ekki að gefa börnunum mínum með mér, þau kunna nefnilega ekki gott að meta þegar kemur að ísl. nammi.
Heiðrún (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 11:15
Fávitar!
Ólafur Örn Ólafsson, 8.3.2007 kl. 18:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.