Bæjarstjóri eltir forstjóra Alcan í einu og öllu

alcan_stigur-fp24Áfram heldur þessi skrípaleikur í Hafnarfirði.ég las Blaðinu í morgun að Hafnarfjarðarbær hafi ráðið Capacent Gallup til þess að sinna kynningarmálum í aðdraganda kosninga um stækkun álvers í Straumsvík. Þetta væri líklega ekki í frásögur færandi ef Alcan væri ekki líka með sama fyrirtæki á sínum snærum til að sinna kynningarmálum fyrir sig í aðdraganda kosninga um stækkun álvers í Straumsvík.  Ætli það séu engar líkur til þess að hagmunir skarist eitthvað við þetta? Eða er þetta bara enn ein vísbending um það að bæjarstjórn Hafnarfjarðar er á mála hjá Alcan og gerr allt sem í sínu valdi stendur til þess að hjálpa þeim i sínum málflutningi. Kannski segir þessi mynd eitthvað um hver það er sem raunverulega sér um að stýra því hvert ferðinni er heitið í Hafnarfirði og nágrenni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hahahaha....nei heyrðu mig óli minn. við viljum lesa um ævintýri kolbeins ekki velvakandababl á innsoginu. þúst...hverjum erigi sama um hafnarfjörð??? iiiiiiii djók...dýrka hafnarfjörð.

beta (IP-tala skráð) 9.2.2007 kl. 13:59

2 identicon

Beta! þú getur ekki sagt við og átt þar við þig og alla aðra ,það er of mikið af því góða. Þú getur talað fyrir þína hönd og mátt hafa hvaða skoðun sem ´þú villt hversu vitlaus sem mér finnst hún.

Bæjarstjórinn í Hafnarfirði virðist ætta að spila í sama liði og alcan og það bíta engn rök á hann, nema auðvita  peningarök. Þú hefðir betur flutt í Fjörðinn og kosið á móti stækkunni. Haltu áfram að skrifa þótt sumir kalli skrif þín "velvakandi". Þetta er spurning um landið sem Kolbeinn tekur við

Óli S (IP-tala skráð) 9.2.2007 kl. 16:00

3 Smámynd: Ólafur Örn Ólafsson

Svona svona veriði nú ekki að rífast á mínu bloggi!

Ólafur Örn Ólafsson, 9.2.2007 kl. 17:16

4 identicon

Mér finnst nú þetta álver nógu stórt, ég fór í eldhúsið þarna um daginn, og bara svona ef við miðum það við nordica, þá voru sex svona stórir soðpottar eins og við erum með á Nordica, en við erum bara með 2. Og 8 stórir ofnar, en við bara með 2.. semsagt. Örugglega búið að stækka eldhúsið, bara eftir að stækka hitt.

Siggi Rúnar (IP-tala skráð) 9.2.2007 kl. 22:31

5 Smámynd: Ólafur Örn Ólafsson

Þarna hittirðu líkklega nglan á höfuðið Siggi. Það er löngu búið að ákveða þetta allt og bara verið að kasta ryki í augun á okkur með þessum kostningum.

Beta: Ég skal koma með langan og merkilegan pistil um Kolbein Skúla bráðlega

Óli S: Hafðu ekki áhyggjur, ég á ekki eftir að liggja á skoðunum mínum frekar en fyrridaginn´, en Kolbeinn á líka eftir að spila stóra rullu á þessari síðu eftir sem áður.

Ólafur Örn Ólafsson, 10.2.2007 kl. 14:18

6 identicon

pabbi óli. ertu að segja að ég sé vitlaus? ha? erum við eitthvað pirrípú? erum við ekki hress?

jájá. ókei. kolbeinn á eftir að erfa landið sem er að fara í kúk og skít. ég er bara svo þreytt á þessu. við erum pínkulítil þjóð á risastóru landi og sama hver er við stjórnvölinn er þessu landi einatt stýrt í ruglið. og þeir sem æpa hæst þagna um leið og þeir eru komnir á þing því þar gengur allt kaupum og sölum.

nei...ég tek svona ekki inn á mig þó svo að ég taki ellý í x factor geypilega inn á mig. sjiss hvað hún er klikk!!!!

ha pabbi óli...erum við ekki vinir þó ég nenni ekki pólitík og vil tala um kolbein...ha...ég er ekki ein um það sko.

mig langar líka að lesa um svona sjónvarp og svona...hvað horfir kolbeinn á...hvað horfir fjölskyldan á.... og svoleiðis. pís!!!

beta (IP-tala skráð) 10.2.2007 kl. 14:38

7 identicon

Guð hvað ég er fegin að við fluttum ekki öll í Hafnarfjörð, það er stæk skítafýla af þessu máli öllu saman. Kona hélt að þetta álversfár væri í rénum en það er greinilega langt í frá að svo sé. Finnst mjög dapurt ef litlu mennirnir okkar þurfa að erfa álverstöð á landinu Alcan - eigum við ekki bara að ganga alla leið og endurskíra landið!?

Já og hæ Beta sæta. Það er orðið absúrd langt síðan ég hef séð þig, nú vil ég að við förum að hittast bráðlega og hananú. En svona til fróðleiks fyrir þig darling þá horfi ég bara ekki á neitt í sjónvarpinu eftir að Sigtið hætti, en ég get frætt þig á því að Andri Rafn er mjög heitur fyrir Stubbunum (sem ég er smám saman að hætta að meika...) og svo horfum við saman á Skoppu og Skrýtlu.

Rósa (IP-tala skráð) 10.2.2007 kl. 23:05

8 identicon

Sæl Beta ( fyrirgefðu Óli) ég sagði ekki að þú værir vitlaus, það sem ég ætlaði að segja er að þú mátt hafa hvaða skoðun sem þú villt hversu vitlaus sem mér finndist hún vera! ég þarf heldur ekki að vera sammála þér. 'eg skal berjast fyrir því að þú megir hafa þína skoðun og rétt til að segja hana.

 Annars hef ég áhyggjur að þér ef það eina sem þú villt vita um er sjónvarpsgláp kornabarns! og nennir ekki að tala um  pólitík. Við getum samt verið vinir en vinur er sá sem til vams segir.

óli s (IP-tala skráð) 11.2.2007 kl. 11:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband