31.1.2007 | 17:32
Virka mótmæli?
Hvernig stendur á því að menn vilja alltaf eyðileggja það sem gott er? Finnst fólki algerlega nauðsynlegt að leggja veg í gegnum þennan frábæra stað? Alveg finnst mér ótrúlegt að bílaumferð skuli ganga fyrir öllu öðru hér á landi. Fólki finnst mikilvægara að geta verið tíu mínútum fljótari til Akureyrar en að hlúa að þeirri miklu menningarstarfsemi sem fer fram þarna í Álaosskvosinni. Þarna er meðal annars ásgarður þar sem Magnús mágur minn vinnur ásamt mörgu öðru góðu fólki og mikið og gott starf er unnið. Þó það væri ekki fyrir neina aðra ástæðu en að leyfa þeim að halda ótrauðir áfram sinni starfsemi væru það nóg rök fyrir því að leggja veginn annarsstaðar. Álafosshúsið hlýtur líka að hafa einhverskona menningarsögulegan tilgang fyrir utan íbúðabyggðina þarna og stúdíó SigurRósar.
Fyrir hvað á að fórna þessu? Fyrir korters styttingu á hringveginum. Er það þess virði? Nei hreint ekki! Fólki liggur ekki næstumþví svona mikið á að komast hringvegin! Hvað er svo næst? Hraðbraut í gegnum Almannagjá? það gæti hugsanlega stytt vegalengdina að þjónustumiðstöðinni.
Bærinn óskaði eftir því að vinnuvélar yrðu fluttar úr Álafosskvosinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
óli s
Helvíti er ég ánægður með þig!
ólafur Sveinsson (IP-tala skráð) 1.2.2007 kl. 10:26
heyr heyr. hitti orra og lukku í gær og það sem þau sögðu var vísir að dásamlegu handriti góðrar hallmark myndar. svo heyrði ég að bryndís schram hefði farið að skæla. þetta er rosalegt drama. ég skil þetta ekki. ókei kortér á hringveginum en þetta á líka að stytta leiðina upp í byggð sem ekki er búið að byggja um fimm sekúndur. fimm sekúndur!!!
kreisí!!
beta (IP-tala skráð) 1.2.2007 kl. 13:22
Ég segi það aftur og aftur: Ólaf á Alþingi!
Sæt mynd af MÖS;o) En hvernig er það... má KS ekki fara að koma í sund með vini sínum AR? Ég ætla að véla mæðginin til að koma með oss næstkomandi þriðjudag!
Rósa (IP-tala skráð) 1.2.2007 kl. 20:32
Ohhh, ég vildi að GS gæti farið í sund með KS og AR.... hvenær ætlið þið eiginlega að fara leggja land undir fót og skella ykkur í sund hér norðan heiða? Þið þurfið að fylgjast með www.kantry.is og sjá hvenær það verður stuð í Kontríbæ og þá getum við skellt okkur í línu og látið kallinn passa ;)
Annars er ég alveg sammála þér Óli og það var magnþrungið að fylgjast með BS í mótmælunum. Magnþrungið segi ég.
Kv.
Bóndakjéddlingin
P.s. ég ítreka ósk mína að fá sjá litla frænda með tönnslu - myndir hið snarasta!
Eva Gunnarsdóttir, 1.2.2007 kl. 21:11
Það virðist aldrei vera spáð í á kostnað hvers hlutir eru gerðir. Það getur vel verið að það vanti veg í nýja íbúðabyggð, en er það nógu mikilvægt að leggja veg nákvæmlega þarna til þess að fórna þeirri byggð sem er fyrir? Er kannski hugsanlegt að það megi færa hann um nokkur hundurð metra?
Jú Kolbein getur svosem farið í sund ef hann vill, Mér skilst þó að það sé nýbúið að hækka aðgangseyrinn það mikið að það er ekki nema fyrir efnafólk að stunda sundlaugarnar. Við þyrftum líklega að fórna einhverju öðru í staðinn, kannski hafa engar bleijur í nokkra daga...
Ólafur Örn Ólafsson, 1.2.2007 kl. 21:18
Eva:
Því miður verð ég að hryggja þig með því að það er ómögulegt að ná mynd af tönnunm (það kom önnur í dag) því drengurinn harðneitar að opna munninn til sýninga á þeim
Ólafur Örn Ólafsson, 1.2.2007 kl. 21:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.