Ómyndarskapur

Glöggir lesendur gætu hafa tekið eftir því að hér hafa ekki birtst myndir um nokkurt skeið. Aðalástæðan fyrir því er sú að litli maðurinn á heimilinu hélt að myndavélin væri bolti og ákvað að gá hvort hún skoppaði ekki. Hún gerði það ekki... Þessi litla tilraun litla mannsins varð til þess að nú er engin myndavél á heimilinu og þessvegna engar myndir birtar. Þessi færsla er hér til þess að þegar barnið er orðið fullorðið og fer að skoða heimildir um sjálft sig meðan það var enn barn. Er að finna útskýringu á þvi hvers vegna það er gat í myndaheimildum.

---------

Að öðru:
Ég er að horfa á áhugaverða mynd um konuna sem stofnaði dýraverndunnarsamtökin PETA, samtaka sem hafa látið ýmislegt gott af sér leiða og orðið til þess að fólk trítar dýr víða betur en ella hefði verið gert. Það er þó eitt sem ég næ ekki við þetta allt saman. Þau segja að það eigi ekki að éta önnur dýr og ekki að slátra dýrum til þess að borða. Á sama tíma ferðast þau um og skoða hvort hundar í hverfinu séu vannærðir og skamma eigendurna fyrir að gefa hundunum sínum ekki almennilega að éta. Og þá spyr ég: Úr hverju er hundamatur gerður? Er hann ekki gerður að miklu leiti úr allskonar kjöti? Er eðlilegra að slátra öðrum dýrum til þess að hundar fái almennilega að éta en fólk á ekki að éta dýr. Þarna finnst mér vera smá konflikt... En kannski er ég ekki að skilja þetta.

Lifið heil


Bloggfærslur 6. maí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband