18.3.2008 | 10:52
Pestabælið í Mávahlíð
Það virðist ekkert lát ætla að vera á lasleika og veikindum ljósvellinga. Kolbeinn er búinn að fara sínu verst út úr þessu en hann er meira og minna búinn að vera lesinn í 6 vikur. Með nokkra daga í lagi inn á milli. Við foreldrarnir eru líka búin að fá okkar skammt og hingað til hefur Inga komið verr út úr þessu en ég. En nú toppa ég þennan mikla flensufaraldur með því að fá strepptókokkasýkingu í hálsinn. Ég vona bara að það verði til þess að binda enda á, slá botninn í, ljúka þessum leiðinda veikindum það eru allir á heimilinu orðnir frekar pirraðir á hverjum öðrum Kolbeinn að rifna úr frekju því meðan hann er lasinn greyið, er ýmislegt látið eftir honum en svo skilur hann ekkert í því þegar honum eru bannaðir sömu hlutir í dag. Hann bregst við því með því að öskra og grenja og kasta sér í gólfið.
Nú þarf þessu að fara að linna svo við getum haldið áfram að vera glöð og hamingjusöm fjölskylda...
Til gamans er hér að lokum mynd af strepptókokki:
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)