Laugardagur í Mávahlíð

Eftir að hafa tekið til, ryksugað og þurrkað af hefst litla fjölskyldan handa við að útbúa indverskan pottrétt milli þess sem sá stutti er huggaður og honum snýtt. Von er á gestum að vestan og von til þess að þeir komi klyfjaðir rækjum og allskonar fíneríis gúmmilaði. Eftir að hafa snætt kvölverð og yfir honum rætt landsins gagn og nauðsynjar ásamt málegnum líðandi stundar, eru tveir sendir vestur til síns heima og sá þriðji rífur allar bækur úr bókahillum. á meðan gestir og húsfrúin raða aftur bókum upp í hillur, eftir mjög ströngu kerfi, situr húsbóndinn, sötrar rauðvín og les í bók við kertaljós og ljúfa tóna frá Lou Reed og Sigurrós.

Þannig var það nú í baðstofunni í Mávahlíðinni


Bloggfærslur 17. febrúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband