24.1.2008 | 15:54
Margt er skrítið í kýrhausnum
í gær kom inn um lúguna hjá okkur, ásamt öðrum ruslpósti, blað frá Heilsuhúsinu. Ég greip það með mér á klósettið svona til að hafa eitthvað að gera meðan ég sæti þar. þar rakst ég á eftirfarandi:

Neti pot minnir helst á fallega sósukönnu eða töfralampa en er fullkomin
hönnun þegar kemur að því að skola á sér nefgöngin. Þeir sem hafa vanist
notkun hans geta ekki hugsað sér tilveruna án hans og nota hann jafnvel daglega.
Aðrir ganga enn lengra og eiga einn heima hjá sér og annan til sem þeir nota á
ferðalögum, en bæði Neti Pot til heimbrúks og ferðlaga fást í Heilsuhúsinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)