13.1.2008 | 23:56
Gaman gaman
Við fórum út að tjútta í gærkvöldi, ég og spússan. Fórum víða og hittum marga og skemmtum okkur konunglega. Sem betur fer var Dabbi Grensás víðs fjarri þannig að við komum með dansþreytta fætur heila heim. Höfðum meira að segja vit á því, áður en við fórum að sofa, að taka kjúkling úr frysti, til að hafa í matinn í kvöld.
Bloggar | Breytt 14.1.2008 kl. 08:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)