Andlitsbók

Úr ýmsum áttum og um nokkra hríð hefur fólk verið að hvetja mig til þess að skrá mig á facebook. En ég skildi aldrei almennilega hvað málið væri eða til hvers maður ætti standa í því. En fólk er að tala um þetta í öllum hornum og dásama hversu sniðugt fyrirbæri þetta væri. Nú hef ég látið til leiðast og er sem sagt skráður. Búinn að vera skráður núna í nokkra daga. Enn skil ég ekkert út á hvað þetta gengur, mér virðist eins og þetta sé vefsvæði sem hefur það að markmiði að vera tímasóun. Ef það er markmiðið hefur þeim tekist vel upp því þrátt fyrir a skilja lítið í því hvað aðdráttaraflið sé logga ég mig inn reglulega og skoða eitthvað tilgangslaust og tímafrekt.

En nú má ég ekki vera að þessu, enda þarf að skoða facebook og hvað "vinir" mínir eru að gera...


Bloggfærslur 10. janúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband