13.8.2007 | 10:46
Fyrstu skrefin
Þá er Kolbeinn farinn að ganga. Hann tók reyndar fyrstu skrefin sín daginn sem við héldum upp á afmælið hanns (27.7) þau voru nú samt bara tvö þannig að það telst ekki alveg með. Síðan er hann búinn að vera að smá bæta við sig í skrefafjölda og fara sífellt lengri leiðir milli hluta 3 og alveg upp í sjö skref. Mjög ánægður með sjálfan sig. Svo núna í morgun þar semég sat við eldhúsborðiði með serósið mitt. Kemur alltíeinu gangandi lítill náungi þvert yfir eldhúsið og gengur alla leiðina fram í hol. Þá sá hann reyndar eitthvað spennandi og þurfti að droppa á hnén til þess að komast hraðar yfir. Þetta er vafalaust lang lengsti spölur sem genginn hefur verið á þessum litlu fótum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)