Faraldsmargfætlur

Nú skal ekinn hringvegur með stoppi í Steingrímsfirði, refasveit, Akureyri, Seyðisfirði, Hornafirði, vík (eða skógum).  Brottför um hádegi á morgun.

Af Snæfellsnesi var allt gott, vissum hápunkti var náð í grillmennsku þegar pönnukökur voru bakaðar á útigrilli. Fyrr í sumar náðist annað hámark þegar egg, beikon og ristaðar beyglur komu af grillinu. nú er bara að reyna að finna e-ð annað nýtt sem ekki hefur verið grillað áður.  

Okkur bráðvantar svona farangursbox til að setja á toppinn á bílnum, skilst að það gangi undir nafninu tengdamömmubox. Ekki það að við ætlum að taka tengdamömmur með okkur, nei nei, þær koma hvorugar með en það fylgir okkur bara svo mikið af dóti. Málið er að við tímum ekki að kaupa það fyrir 35-50 þúsundkall sitjum frekar undir öllu draslinu. Ef það er einhver sem les þetta og á svona box sem hann er til í að lána okkur, nú eða gefa. þá er bara að hafa samband og við komum og sækjum með bros á vör. Værum svosem alveg til í að borga e-ð smá fyrir það....


Bloggfærslur 17. júlí 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband