19.6.2007 | 20:50
Hrossaflugur
Það er ótrúlega mikið af hrossaflugum hjá okkur hér í Mávahlíðinni. Truflar mig svosem ekki mikið öðruvísi en að mér finnst heldur hvimleitt að tína upp líkin þegar þær hafa tínt lífinu. Það var meira að segja ein dauð í tannburstagasinu í gær.
Sama verður ekki sagt um viðhorf sambýliskonu minnar til þessara meinleysisgreyja. Það verður uppi fótur og fit á heimilinu þegar inn flögrar hrossafluga og mér skipað að koma henni fyrir kattarnef hið snarasta. Eftir að hafa haft nokkur vel valin orð um það hversu kjánalegt það sé að vera hræddur við hrossaflugur, að þær geri nú engum neitt, verð ég nú oftast við bóninni og vísa þeim á dyr, eða öllu heldur glugga svo þær geti lokið sínu stutta en meinlausa lífi úti í náttúrunni.
Kolbeinn er hins vegar hæstánægður með hrossaflugurnar. Skríkir þegar hann sér þær og reynir að taka þær. Hann grunar augljóslega ekki hversu mikil skaðræðisdýr þetta geta verið samkvæmt móður hans..
Langaði bara að deila þessu með ykkur...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.6.2007 | 11:45
Til Hamingju konur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)