Jæja...

Uss hvað þetta er orðin leiðinleg bloggsíða! næstum aldrei nýjar færslur og þegar koma færslur keru þær ekkert skemmtiegar og hvað þá merkilegar. Það má því með sanni segja að það sé kominn tími á fréttapistil með fréttum af Ljósvellingum.
Kolbeinnn fyrst:
Nokkuð hress, notar hvert tækifæri sem gefst til þess að standa uppvið og ganga meðfram öllu sem hægt er að standa uppvið og ganga meðfram. Árangur er misgóður og þessvegna er hann alltaf með stóra kúlu og marbletti á enninu. Honum er meira að segja svo mikið í mun að standa og kanna heiminn að hann vill varla sofa lengur í vagninum sínum. Það eru komnar sex tennur, þrjár uppi og þrjár niðri og þær eru notaðar til þessa að bíta í allt og alla, naga kex og epli. Reyndar eru bitarnir sem hann nær sér í fullstórir fyrir hann til þess að díla við, en hann kann ráð við því. Hann bara spítir þeim á gólfið. Ekkert mál. Hann er búinn að fá pláss á leikskóla og á að byrja þar í ágúst. Leikskólinn heitir sólgarður og þar fer fram kennsla fyrir börn sem eru frá sex mánaða aldri að tveggja ára. Hann hlakkar mikið til að byrja en mamman er ekki alveg jafn full tilhlökkunar.

Mamman næst:
Hún er búin í fæðingarorlofi og á að vera farin að vinna. Búin að vera á námskeiðum alla síðustu viku þar sem hún er að rifja upp hvernig á að vera flugfreyja. Svo fer hún í eitt flug í næstu lviku og síðan ekkert fyrr en 16. mai. Þetta kallast full vinna hjá Icelandair. Þann 16. mai fer hún í Ameríkutúr og þá verðum við feðgar einir heima í næstumþví tvo daga.

Svo ég sjálfur,
ÉG er kominn í fæðingarorlof, að nafninu til a.m.k. Ég er reyndar ekki búinn að eyða miklum tíma með syninum í orlofinu því það er þarf að gera og græja margt í Mávahlíð. Ég er búinn að komast að því þíðustu vikur hvað öll árin í sveitinnni eru að borga sig. Það er greinilega ýmislegt sem lærðist þar, hitt og þetta handbragðið. Í þessari viku er ég búinn að leggja gólfteppi í fyrsta sinn, leggja parket í fyrsta sinn og hækka neðri part á eldhúsinnréttingu um 6,5 cm (tvær tommur og trekvart) í fyrsta sinnn og laga frárennsli úr elhúsvaski líka í fyrsta sinn. Fyrir nú utan alla málningarvinnuna sem þó var ekki verið að inna af hendi í fyrsta sinn.

Og svo húsið,
Vonandi tekst okkur að flytja í vikunni, það lítur reyndar allt út fyrir það. Stefnt er að því að ljóst og leynt að hafa kosningavöku í Mávahlíðinni á laugardaginnn.

Ég gæti haldið lengi áfram, en geri ráð fyrir því að það eru allir hættir að lesa fyrir löngu síðan o gþeir sem enn eru að lesa eiga eftir að gefast upp fljótlega þannig að núna hætti ég,

Lifið heil...


Bloggfærslur 6. maí 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband