21.5.2007 | 09:15
Afhroð og kerfisleysi
Hvernig er það með orðíð afhroð? Ætli það sé bundið við kosningar, eða ætli maður geti goldið afhroð á öðrum vetvangi. Nú er það þó þannig að ég hef aldrei heyrt eða séð þetta orð notað nokkurntíma nema í sambandi við kosningar. Það væri gaman að vita hvort maður getur notað orðið í sambandi við íþróttaúrslit. Þetta eða hitt liðið galt afhroð gegn hinu, 14-2. Eða: Ég spilaði póker í gær með strákunum og galt þvílíkt afhroð að ég þurfti að labba heim. Eða jafnvel: Mikið líturðu vel út, þú hefur greinilega goldið afhroð í baráttunni við aukakílóin...
-------
Annars er allt noikkuð gott að frétta, við erum smám saman að koma okkur fyrir í Mávahlíðinni, í gær voru bækur teknar upp úr kössum og settar upp í hillur. Við eigum þó eftir að raða þeim endanlega en ætlum að bíða með það þangað til við erum búin að ákveða hvaða kerfi á að vera á uppröðuninni, Á til dæmis að skipta á milli íslenskra oeg erlendra skáldasagna, eða á að flokka eftir innihaldi burt sé frá því hvers lenskar bækurnar eru. Á að skipta milli harðspjalda og kilja og á þá að hafa íslenskar kiljur sér og útlenskar sér. Eins og sjá má á þessum lestri er þetta talsvert snúið. Á ljósvallagötunni var það miklu einfaldara. Þar voru harðspjaldabækur í hillunni á ganginum og allar kiljur og skólatengdar bækur inni í litla herbergi. Hér verða allar bækur í sama herbergi þannig að það vantar kerfi.
-----
Og nú snjóar.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)