Hafnfirðingar segið NEI!

Andstæðingum stækkunar álversins í Straumsvík barst óvæntur liðsauki í gær þegar Seðlabankastjóri gaf það út að ef af stækkun yrði og ef annað álver yrði byggt í Helguvík myndi seðlabankinn halda stýrirvöxtum jafnháum og jafnvel hækka þá. Sem myndi hafa þær afleiðingar að verðbólga héldist jafná og hún er í dag.

Það er því orðið ljóst að það er enginn sem hagnast á stækkun álversins nema alcoa og engin haldbær rök með stækkun. Helstu rök þeirra er að það skapis störf í Hafanarfirði, að tekjur hafnafjarðabæjar vegna álversins muni aukast mikið og að mengun verði minni en menn haldi.

Atvinnuástand í Hafnarfirði er prýðilegt. Ég veit ekki betur en stór hluti þess vinnuafls sem álverið hefur í dag sé aðflutt. Bæði erlendis frá og annars staðar af landinu. Og ef við tölum um atvinnusköpun álvera þá sá ég það í fréttum um daginn að ástandið á öldrunnar og hjúkrunnarheimilum á austurlandi sé þannig að það þurfi að loka þar heilu deildunum af því að það sé ekki til neitt fólk til þess að vinna þar. Fyrir hverja er þá verið að skapa atvinnu? væri ekki nær að í staðinn fyrir að byggja endalaust virkjanir fyrir almannafé til þess að gefa álverum væri almannafé kannski notað til þess að fá fólk í vinnu á téða spítala?

Að mengun verði óveruleg eru fáránleg rök til uppbyggingar ástæðulausrar stóriðju. Látum vera ef líf  tugþústunda ylti á því hvort það væri byggt. Þá gætu þessi rök möguleg átt við. En nú er það bar aekki svoleiðis. það á enginn eftir að svelta þó ekki verði stækkað og þessvegna alger óþarfi að fórna náttúrunni.

Ég hver alla Hafnfirðinga sem ég þekki að mæta á kjörsta á morgun og bjarga náttúru landsins frá yfirgangi stórfyrirtækis. Kjósið NEI við stækkun álversins

 

 

 


Bloggfærslur 30. mars 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband