Sko bara

Eftirfarandi er færsla tekin af bloggi dr. Gunna.

 

Þar sem við Lufsan sátum hnípin og átum California club á Grillhúsinu mátti sjá fína fólkið arka skælbrosandi inn í fínt samkvæmi í Listasafni Íslands. Búið var að kveikja á tveimur stærðar bálkestum og maður í smóking tók á móti gestum. Eini sem ég kannaðist við var Hreiðar Mar í KB, en þetta leit allt eins út og hann plús uppstrílað kvenfólk í galadressum. Sá ekki Elton en Bogomil var þarna. Kannski var verið að halda upp á að olíuforstjórarnir væru sloppnir? Það ku annars helvíti gott að troða upp á svona giggum. 10 mínútna grínatriði á 100.000 og veislustjórn örugglega á millu. Maður þarf einhvern veginn að komast inn í millaklíkuna. Byrja að hanga á Vox og svona sjá hvort það séu ekki lausar stöður í einhverju. Bara rugl að vera í daglaunavinnu við hliðina á þessu.

 

Áhugavert...! 

 


Bloggfærslur 17. mars 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband