Vorið er komið

Vegna nagandi samviskubits lét ég skipta um dekk á bílnum okkar í síðustu viku. Það fylgdu nagladekk með bílnum þegar við keyptum hann og þótt okkur hafi verið meinilla við að aka um á negldum dekkjum fannst okkur við ekki geta annað afþví að þau voru til. Núna upp á síðkastið er búin að vera mikil umfjöllun um sfifryk í borginni og ég mundi ekki til þess að það hefði fryst í meira en mánuð. Meira að segja einn daginn þegar ég var á leiðinni í vinnuna var 10 stiga hiti og sól og páskaliljur farnar að gægjast upp úr moldinni í  Krosshömrum! Mér fannst því tilvalið seinasta föstudag að leggja nagladekkjunum, enda farið að vora. Ég var nokkuð viss um að ég væri í góðum málum. Friða samviskuna vegna svifryksmengunnar og leggja mitt af mörkum svo það gæti vorað.

Síðan ég setti sumardekkin undir er búið að snjóa alla dagana nema einn...


Bloggfærslur 15. mars 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband