Vinnan göfgar manninn

í dag birtust dómar um VOX í Gestgjafanum. Við erum mjög ánægð með þá og hyggjumst skála í Kampavíni að því tilefni. Hvet alla sem geta nálgast gestgjafann að kynna sér málið og jafnvel fá sér líka kampavín ef þeir vilja....

Í hnotskurn er u dómar svona

Útlit 9 af 10

matur 9 af 10

þjónusta 8,5 af 10

Þetta er meðaltal þeirra einkunna sem dómararnir tveir gefa okkur. Annar þeirra dregur okkur niður um einn heilann í þjónustu fyrir það að honum fannst við gefa honum brauðið of seint, en það var það eina sem þeir í raun fundu að.


Bara að spá...

 Nú hef ég bætt talsvert á mig upp á síðkastið, er líklega kominn 20 kíló yfir kjörþyngd. Ég átta mig á þessu og finnst ekkert að því að fólk ræði það við mig, sem kemur oft fyrir. Setnigar eins og: "helvíti ertu orðinn pattaralegur" eða: " Þarftu ekki að fara að gera eitthað í þessari bumbu" er nokkuð algent að heyra. Ég hef hins vegar aldrei heyrt nokkurn mann, né konu, segja neitt þessu líkt við konu sem hefur fitnað. Hverju ætli þetta sæti? Ætli sé gengið út frá því að konur séu viðkvæmari fyrir þessu? Eða ætli fólk haldi að konur séu það vitlausar að þær taki ekki eftir þvi að þær fitni?

 Persónulega þá kann ég ekki við að segja neitt þessu líkt, hvorki við konur né karla.


Bloggfærslur 14. mars 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband