9.2.2007 | 11:31
Bæjarstjóri eltir forstjóra Alcan í einu og öllu
Áfram heldur þessi skrípaleikur í Hafnarfirði.ég las Blaðinu í morgun að Hafnarfjarðarbær hafi ráðið Capacent Gallup til þess að sinna kynningarmálum í aðdraganda kosninga um stækkun álvers í Straumsvík. Þetta væri líklega ekki í frásögur færandi ef Alcan væri ekki líka með sama fyrirtæki á sínum snærum til að sinna kynningarmálum fyrir sig í aðdraganda kosninga um stækkun álvers í Straumsvík. Ætli það séu engar líkur til þess að hagmunir skarist eitthvað við þetta? Eða er þetta bara enn ein vísbending um það að bæjarstjórn Hafnarfjarðar er á mála hjá Alcan og gerr allt sem í sínu valdi stendur til þess að hjálpa þeim i sínum málflutningi. Kannski segir þessi mynd eitthvað um hver það er sem raunverulega sér um að stýra því hvert ferðinni er heitið í Hafnarfirði og nágrenni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)